Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Qupperneq 10

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Qupperneq 10
10 og alþjóðleg máleím, og vera s>aman einn eða tvo daga eptir því sem kríngumstæðurnar leyfa. J>að er fleira gott, enn frá megi segja í fám orð- um, sem af þessháttar samkomum getur leiðt, þegar þær framfara með allri þeirri reglu og siðsemi, sem tilætlun þeirra sambýður. það sem sagt er um sam- ræður góðra og skynsamra manna, á hér því betur við, sem fleiri eldri menn og ýngri koma saman; þegar hugsanir þeirra byrtast í einu, þá upplýsir hver aðra, og nýu ljósi slær yfir óþekkta eða efa- sama hluti; æskumennirnir koma með fjörið og á- kafann, og hinir eldri rneð dýrmæta reynslu og ráð- deild; hvorutveggja rennur þá svo fagurlega saman og samþýðast svo vel; hjörtun og hugirnir auðgast að andlegum fjársjóðum, og verða fúsari á og hæf- ari til að miðla þeim af auðlegðinni, sem skyldan býður. Jessháttar samkomur virðast líka ómissandi með tilliti til þess, að fæstir prestar eiga setu á en- um næstu alþingum, því þær sporna við því, að þeir dragist aptur úr tímanum, bæði hvað alþjóðleg mál- efni snertir, og líka hin, sem viðvíkja embætti þeirra. Til þess að samkomur þessar gætu farið reglulega fram, þá ættu prestarnir að búa sig undir þær í tírna, og ráðgjöra með sér áður, hvaða málefni þeir helst vilja ræða, og Irvernig öllu skuli á íundinum niður- skipa, svo timinn eyðist ekki, þegar þángað er kom- ið, í ráðaleysi og handaskolum. Jessu til undirbún- ings, ættu þeir að hagnýta veturinn áður, og öðru hverju skrifast á um þaraðlútandi efni. jtað virðist oss júní-mánuður vera hentugastur tími til þesshátt- arfunda; þá eru vegir optast nær orðnir færir; þá er einsog milli anna fyrir prestum, og þá geta þeir feng- ið nógan tíma til að senda bænarskrár til alþíngis. Surnurn þykir september - mánuður einna betst til jress fallinn.

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.