Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Síða 20
ástaiul tíma síns, og geta tekið við því er hinir haf'a
fnndið og fært það í nyt sjálfum sér og öðrum.
En hinir þriðju, sem raenn kalla, að séu komnir út-
úr timanum, eða séu orðnir á eptir honum, það eru
þeir, sem livorki þekkja mentunarástand né þarfir
tímans, sem er að líða, heldur hánga alltaf með hug-
ann við tímann, sem liðinn er, og eruþannig orðnir
ókunnugir tíma sjálfra þeirra. Með því nú aiullegu
ástandi manna er svo misjafnlega varið, þá er það
líka auðsætt, að andlegar þarfir þeirra geta ekki
verið eins eða liinar sömu, og með þvi þær eru mis-
munandi, þá verður lika að vera mismunur á þeim
lilutum, sem við þær eiga og úr þeim geta bætt;
eða með öðrum orðum: afþví mentan manna er næsta
ólík, þó þeir lifi á sama tima, þá verða bækur þær
að vera ólikar, sem þeim eru ætlaðar, eigi þær að
eiga við sérhvers þekkingarástand. Bókin, sem
mentaða manniniun þykir mögur og fáfróð, af því
hann er kominn lángt á undan henni í mentan og
vísindum, getur þó verið hinum einfalda of þúngskil-
in, en rétt að hæfi hins þriðja, sem í þekkíngunni
á sæti mitt á milli hinna fyrrtöldu. Hér af leiðir
því, að þrjár bækur, sem samdar eru jafnvel um
sama efni og á sama tíma, geta verið ólíkar reynd-
ar að allri gerð, og þó megi til sanns vegar fævast,
að engin þeirra sé á eptir tímanum, þ. e. að engin
þeirra eigi ílla við þann flokkinn sem hún var ætluð.
Jeg get því ekki verið þeim öldúngis samdóma, sem
segja, að eptir því sem mentaninni nú sé komið,
geti menn ekkért numið af hinum gömlu og, sem
þeir kalla, fáfróðu bókum. Jó einhver hók sé ein-
faldleg, þegar á allt er litið, eða þegar hún er bor-
in saman við fiinar, sem skarplega þykja ritaðar,
getur hún þó haft að geyma marga fagra eða þarf-
lega hugmynd, einhver fróðleg atriði, sent án henn-