Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Síða 23
23
sest yfir, og lengst af mun honum bjóðast nóg til-
efni og tækifæri til þess.
í öðru lagi er [>að aðgætsluvert um villubækurn-
ar, að þó margt í þeim sé villa og ósannindi, [)á er
það þó ekki allt, hehlur er villa og sannleiki í flest-
um þeirra hvað innanum annað. Jað værí skakkt
ó litið, ef menn héldu, að allar svonefndar villubæk-
ur liafi verið ritaðar til að villa aðra. iþessu er ekki
[janiiig varið. Flestir höfundar [teirra hafa óviljandi
villst frá sannleikanum, og þaraf kemur, að [>ó aðal-
stefna einliverrar bókar hafi verið raung, [)á hefur
hún engu að síður haft að geyma mörg sannindi;
og með j)vi [>að er ljóst, að [tað hafa ekki verið fá-
fræðíngarnir einir, sem villst hafa, heldur og tíðum
hinir djúphyggnustu og skarpvitrustu menn, [táhafa
bækur þeirra haft að geyma ýmsar hugsanir og-
lærdóma, sem annars heföu falist, og hafa Jiannig
beinlínis aukið þekkínguna og auðgað vísindin ab
nýum, áður óþekktum hugmyndum.
Villuritin hafa líka ekki alllítið hjálpað til að
leiða sannleikann í Ijós og til að vernda hann. j>eg-
ar einhver villubók hefur byrtst, sem nokkuö hefur
þótt að kveða, heftir vonuin bráðara einhver risið
upp til að rita á rnóti henni og reyha til að hrekja
hana. Af þessu hefur nú opt. leiðt mikið stríð og
styrjöld, er báðir hafa leitast við að verja sannfær-
íngu sina; en stríð þetta hefur vakið sálarkraptana,
[>að hefur vakið afskipti annara af málefni sannleik-
ans, og þannig undirbúið hugi manna til að taka á
móti honum, og að lokunum hefur það leiðt til þess,
að sannleikurinn liefur unnið algjörlega sigur yfir
villunni, einsog viðvaraö búast, þegar hann er var-
inn með sínum vopnum, sem eru skynsamlegar á-
lyktanir og röksemdaleiðslur, og þessi sigur verður
því dýrölegri, sein orrustan var hættulegri, eða í