Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Side 28
heita orðinn sagnk.unnugur öllu efni hennar og til-
ætlun, og er honum jiannig orðinn kunnur leyndar-
dómur sá, er áður fór í launpukri meðal stjórnar-
ráðanna og hinna helstu embættismanna. Jað má
nú nærri geta, að hverjum heilvita manni verður aö
vera ljúfara og geðfehlara að lifa undir þeirri lög-
gjöf, sem hann þannig þekkir frá rótum og er jafn-
vel fyrirfram orðinn sannfærður um tilætlun og nyt-
,semi hennar, lieldur enn liinni, sem hann veit ekk-
ért um, fyrr enn hún er þulin fyrir lionum í þíng-
stofunni, og sem liann að líkindum aldrei getur
botnað í, en verður þó að hlýða í blindni.
3. Af le,stri alþingistíðindanna geta menn lært
að sjá, hvernig bera á uppástúngur og bænarskrár
fram fyrir alþíngið, og hvernig þar er farið með hvert
málefni.
Um þetta atriöi þarf ekki að fjölyrða, því hver
sem les tíðindin, sér það sjálfur; einúngis vil jeg
geta þess vegna hinna fáfróðari, að sá er munur á
uppástúngum og bænarskrám, aö uppástúnguna verða
menn ætíð að styrkja með röksemdum og ástæðum,
og gjöra skýra grein fyrir, hversvegna menn stíngi
uppá þessu eða hinu; en í bænarskránni þarf þess
síður við; að sönnu tilgreina menn í bænarskránum
það helsta, sem knýr þá til að biðja, en fela svo þeim
sem þeir biðja, öldúngis á vald, með hverjum hætti,
eða, ef svo mætti að orði kveða, með hverju eyranu
liann heldur vilji bænheyra. I uppástúnguiium verða
menn alljafnt að leggja ráðin á, hvernig henni geti
hetst orðið framgeingt; annars er hættara við, að þeim
verði síður gaumur gefinn.
4. Hið fjórða, er menn geta græðt á lestri al-
þingistiðindanna, er þekkíng á mönnum, svo að kalla,
um allt land, einsog á ýmsu íleiru, jafnvel í íjar-
lægustu stöðum. Á alþíngið koma menn úr öllum