Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Qupperneq 50

Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Qupperneq 50
hverjum ráðsettum manni að blöskra {>að og renna til riQa, að löstur jiessi skuli tíðkast meðal kristinna manna, og enginn mannvinur getur með köldu blóði á það horft, að löstur þessi er alltaf að fara í vöxt með öllum eymdum sínum og ófarsælu afleiðíngum, ekki að eins fyrir þá sem í hann rata, heldur einn- ig fyrir heimili þeirra og heilar sveitir; og það eru öll líkindi til þess og öll skylda á því, að rödd á- minnínganna og viðvörunarinnar þeigi ekki um þetta á þeim enum lielgu stöðum, þar sem alvara lifsins á heima og orð Drottins eru boðuð, þó þeir sem helst þyrftu þess við, komi þángað skjaldan, heldursækji allt aðra staði á helgum dögurn. jþessi íhugan hefur knúð mig til að vekja eþtirtekt á hinum hryllilega lesti oídrykkjunnar, sem er einn af þeim stórglæpum, sem postulinn varar við á þessum stað, og taka fram um hann postulans aðvörunarorð. Jað erugglaust, að rettlátur Guð hefur svo tilhagað, að afleiðíngar last- anna, einnig í stundlegum efnum, að rás viðburð- anna og forlög manna, skyldi fæla aðra frá glæp- unum; og það má með sanni segja, að eng- inn löstur hefur svo hryllilegt hegníngarmark á sér, sem sá, er vér nú um tölum. En — með því mennirnir svo skjaldan verða varir við bjálkann í auga sjálfra þeirra, þá láta þeir á stundum annara víti sér ekki að varnaði verða, og kemur ekki tíl hugar, að sér sé þörf á því, þángað til eins er kom- ið fyrir þeim, og þá ber að sama hörmúngar brunni. Enda verður reynsla lífsins um hinar áþreifanlegu ytri afleiðingar lastanna hér í heimi ætíð óglögg og ógreinileg, því það lítur á stundum út, einsog sumir komist hjá þeim eymdum, sem fljótt ber og bólar á í lífskjörum hinna, er líkt breyta; og kemur þetta mörgum til að blinda og tæla sjálfa sig og hugsa, að hættan sé minni enn orð sé á gjört, og að það

x

Ársrit presta í Þórsnesþingi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit presta í Þórsnesþingi
https://timarit.is/publication/68

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.