Ársrit presta í Þórsnesþingi - 01.01.1846, Side 54
54
urséð fyrir endann á; getur þú þá ímyndað þér, að
hann verði talinn með liinum trúlyndu þjónum, sem
hér hafa verið trúir í litlu, og annars heims verða
settir yfir meira, og gánga inni eilífan fögnuð herra
síns? 5arf jeg að tina til fleiri dæmi af enní
hryggilegu æfi ofdrykkjumannsins, eða færa fleiri
sönnur á það sem ritníngin segir: að drykkjumenn
muni ekki erfa guðsríki? Á jeg að benda til hans
villudýrslegu, óstýrilátu breytni, þar sem hann byrg-
ir eyru sín fyrir öllum heilræðum og áminníngum,
og apturlikur augunum fyrir konu og barna og ást-
vina eymd og tárum, gleymandi Guði og hans orði
og öllu því sem heilagt er, þar setn hann tælir aðra
og verður á tálar dregínn og sökkur lángt niðurfyr-
ir skynlausar skepnur? Ájeg að benda þángað sem
bölf og org og formælíngar sýnast í æði sínu ætla
að kalla himin og jörð til vitnis um, hvaða ófreskj-
ur menn geti orðið? Á jeg að benda þángað segj-
andi: líttú þarna á menn, sem, ef til vill, eru ný-
húnir að bergja af sáttmálans helga hikar við Jesú
náðarborð, og geturðu ímyndað þér, að náðarboð-
skapur Lausnarans muni vilja verja þviumlíka eða
mæla þeim bót fyrir eilífu réttlæti Guðs á himnum?
að frelsi og sæla hans sé ætluð þessháttar inönn-
um? og að þeir, sem þannig gjöra gis að sáttmálans
blóði, sé erfmgjar guðsríkis? Eða á jeg að benda á
af'drif ofdrykkjumannsins, þegar hann er húinn að
sóa æfinni í drauinórum hohllegra fýsna, og hann á
únga aldri, og‘vissulega fyrir skapadægur sitt, geing-
ur einsog hálfrotaður rnóti eilífum dómi, og honum
verður, ef til vill, kipjit burt miðt í villuæði sínu,
án þess hann geti ránkað við sér, eða komið fyrir
sig einu bænarandvarpi ? æ, það er óttaleg tilhugs-
an! hvað eigum vér aö segja? iÞetta er ekki veg-
urinn til guðsríkis og eilífrar sælu. Jað er þá ef-