Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 46
Landnám
Landnám köllum vér það að einhverjir menn nema land
og kasta á það eign sinni til þess að búa þar, hvort sem
nokkur þjóð er fyrir eða ekki. þetta er hin rúmasta merk-
íng orðsins.
í fornöld voru lönd víða numiu svo vér höfum sögur
af; það voru ekki einúngis Grikkir, heldur og ótal aðrar
þjóðir, sem fengu sér nýja bústaði híngað og þángað út um
heiminn, og þegar einhverjir voru fyrir, þá urðu ætíð atburðir
milli þeirra og komumanna. En þá var lífið raunar með
öðru móti en nú, menn voru ekki eins komnir til sjálfra sín
og menn nú eru, og það sem nú er kallað grimð og ójöfnuður,
gerði daufari áhrif á menn en það mundi nú gera. Samt
getum vér ekki dæmt um þetta af neinni reynslu; vérgætum
í rauninni vel ímyndað oss, að tilfinníngar hafi einnig á þeim
tímum verið vakandi í brjóstum mannanna, með hverju móti
sem það kann að hafa verið; vérvitum elcki nema mörgum
kunni að hafa þókt sárt að sjá á bak átthögum sínum, og
yfir höfuð er rnjög bágt að dæma um flestar fornaldar-
þjóðir, af því vér þekkjum ekkert að kalla til þeirra nema
af ritum Grikkja og Rómverja, sem fyrirlitu alla nema sjálfa
sig, og dæmdu því alla öldúngis rángt.
Yarla mun nokkurt fegra né friðsamlegra landuám finnast
en íslands. J>ar voru engir fyrir til þess að banna mönnum