Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 2

Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 2
4 alþýðu. Orsök þessa hlutar er sú, að slíkar ritgjörðir eru að öllutn jafnaði samdar af þeim mönnum, sem raunar opt hafa laungun til að fræðast og fræða, en ekki nógu mikla menntun til að skygnast inn í hlutina sjálfa. Forn fræði vor eru sá fjársjöður sem vér höfum geymt um aldirnar og sem enginn hefir enn getað svipt oss, þótt sí og æ sé verið að leitast við það og rýra oss og vísa oss allstaðar frá, eptir að vér erum búnir að kenna öðrum að þekkja og meta ágæti fornaldar norðurlanda. Vér leiðum hjá oss þessar tilraunir, þennan óm og ys. sem hvaðanæfa gjálfrar og gnýr fyrir eyrum vorum; þar á móti er það skylda vor að fegra og fága þennan fjársjóð vorn svo sem oss er framast unnt og geyma hann vel, svo vér getum notið hans og glaðst af honum, og fengið af honum þrótt og þrek til að standast andstreymi lífsins. Vér höfum nú ekki tækifæri til að rita framhald af ritgjörðinni semvér hófum í síðasta hepti rits þessa, envér vonum að geta það í næsta sinn. Vér tökum hér fram það sem oss hefir yfirsést og gleymst í ritgjörðinni. Á bls. 26, athugagr. stendur, að í 0rvaroddssögu sé Bólm látin vera í austri (o: á Smálöndum); hér við bætist, að það stendur líka i Hyndluljóðum í útg. Búgges, sem hann sjálfur hefir raunar breytt eptir 0rvaroddssögu. Bls. 36 stendur um Attacorana, að þeir hefði átt að verða þúsund ára gamlir; hér við má bera saman Hervarar- sögu kap. 1, þar sem stendur að menn Goðmundar konúngs á Glæsisvöllum lifðu marga mannsaldra. Bls. 38 í athugagr. hef eg sagt að »diabolus« komi ekki fyrir í Septuaginta, en þetta er rángt, að því er Sig- urður Jonassen ýngri hefir sagt mér; það kemur þar fyrir. Eg lét tælast af Grimm, því hann segir (Mythol p. 939) að diabolus komi ekki fyrir í Sept., en eg mundi ekki eptir eða hafði ekki hugfest, að hann segir einmitt hið gagnstæða á bls. 937. Bls. 48 ath. 3 er getið um »olíuviðarfjötur« sem Her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.