Gefn - 01.01.1872, Síða 2

Gefn - 01.01.1872, Síða 2
4 alþýðu. Orsök þessa hlutar er sú, að slíkar ritgjörðir eru að öllutn jafnaði samdar af þeim mönnum, sem raunar opt hafa laungun til að fræðast og fræða, en ekki nógu mikla menntun til að skygnast inn í hlutina sjálfa. Forn fræði vor eru sá fjársjöður sem vér höfum geymt um aldirnar og sem enginn hefir enn getað svipt oss, þótt sí og æ sé verið að leitast við það og rýra oss og vísa oss allstaðar frá, eptir að vér erum búnir að kenna öðrum að þekkja og meta ágæti fornaldar norðurlanda. Vér leiðum hjá oss þessar tilraunir, þennan óm og ys. sem hvaðanæfa gjálfrar og gnýr fyrir eyrum vorum; þar á móti er það skylda vor að fegra og fága þennan fjársjóð vorn svo sem oss er framast unnt og geyma hann vel, svo vér getum notið hans og glaðst af honum, og fengið af honum þrótt og þrek til að standast andstreymi lífsins. Vér höfum nú ekki tækifæri til að rita framhald af ritgjörðinni semvér hófum í síðasta hepti rits þessa, envér vonum að geta það í næsta sinn. Vér tökum hér fram það sem oss hefir yfirsést og gleymst í ritgjörðinni. Á bls. 26, athugagr. stendur, að í 0rvaroddssögu sé Bólm látin vera í austri (o: á Smálöndum); hér við bætist, að það stendur líka i Hyndluljóðum í útg. Búgges, sem hann sjálfur hefir raunar breytt eptir 0rvaroddssögu. Bls. 36 stendur um Attacorana, að þeir hefði átt að verða þúsund ára gamlir; hér við má bera saman Hervarar- sögu kap. 1, þar sem stendur að menn Goðmundar konúngs á Glæsisvöllum lifðu marga mannsaldra. Bls. 38 í athugagr. hef eg sagt að »diabolus« komi ekki fyrir í Septuaginta, en þetta er rángt, að því er Sig- urður Jonassen ýngri hefir sagt mér; það kemur þar fyrir. Eg lét tælast af Grimm, því hann segir (Mythol p. 939) að diabolus komi ekki fyrir í Sept., en eg mundi ekki eptir eða hafði ekki hugfest, að hann segir einmitt hið gagnstæða á bls. 937. Bls. 48 ath. 3 er getið um »olíuviðarfjötur« sem Her-

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.