Gefn - 01.01.1872, Síða 32

Gefn - 01.01.1872, Síða 32
34 gera klórsilfraðan pappír svartan í verksmiðjum ljósmyndar- anna. (Ljósvakinn á sér raunar enga geisla, en hann flytur alla þessa geisla frá sólinni í gegnum himingeiminn). Af því sem nú hefir sagt verið, munu menn sjá, að það er rétt að kalla mynd í speigli »bergmál ljósvakans«: vér skiljum þá ljósið sem hljóð. Enn skulum vér benda á samræmi ljóssins og hljóðsins: á hverjum hljóðfærisstreng kemur lægsta hljóðið fyrst, meðan vér stj'ðjum engum fíngri á strenginn; en því hærra sem vér færum fíngurinn upp á strenginn, því mjórra verður hljóðið; eða með öðrum orðum, strenguriuu skelfur því tíðar sem vér styttum hann meir, og því meira sem hann skelfur og styttist, því meira mjókkar hljóðið. Öldúngis eins er hlutfallið með járnstaungina: meðan hún er dimmrauð, þá eru í henni en lægstu hljóð ljósvakans og minnstur geislaskjálftinn; en við magnaðri hita magnast ljóss- titríngurinn allt þángað til hinn fjólublái litur sýnist í þrístrend- ínginum, hærra kemst ljósið ekki, því meira getur það ekki skolfið: eins og dimmra hljóðið í strengnum gengur á undan enu mjóa, eins gengur rauða Ijósið á undan enu fjólubláa, og eptir sama hlutfalli hverfa geislarnir eða Ijóshljóðin: fyrst hverfur fjólublái geislinn, þá hinn myrkblái, þá hinn ljós- blái, þá hinn græni, hinn guli, hinn gulrauði, og loksins verður staungin aptur rauð: hún svngur enu sama hljóði ljós- vakans, sem hún byrjaði með. Á þenna hátt, með því að setja hlutina í glóandi hita — náttúrlega miklu meiri hita en vér erumvanir í daglegu lífi —, með því að hita hlutina svo mjög að þeir verði að lopti, og skoða síðan geisla lopts og málma á sama hátt og sólargeislann, þá geta menn fúndið öll þau efni sem þar eru í, hversu lítið sem afþeim er; því hverrhlutur brennur svo, að í geisla lians koma enar svörtu rákir á sinn vissa hátt, og öðruvísi en í öðrum hlutum. En þess ber að geta, að í sólarljósinu eru svörtu rákirnar undantekníngar, en þar á móti eru ljósrákirnar undantekníngar í enum jarðnesku efn- um; þau eru dimm, en sólin björt; svörtu rákirnar í sólar-

x

Gefn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.