Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 23
25
tali, enda er og farið með það að því skapi. Eaunar eru
fáeinar undantekníngar hér eins og annarstaðar, en þess
gætir ekki; gdðir húsbændur og góð hjú í höfuðborg eru
eins og perlur á sorphaugi. Eymdarástand hjúauna kemur
sumpart af því, að þau eru fram gengin af skrílíiokkinum,
sem vér lýstum áður, líka af iðnaðarfiokkinum, sem í borg-
unum er fjarskalega ómenntaður og ruddalegur, hversu mjög
sem smjaðrarar hrósa honum sumpart af því, að húsbændurnir
sjálfir eru menntunarlaus skríll og fúlmenni, óþrifið og sið-
laust fólk, sem ekki hugsar um annað en skemtanir og deyð-
íugu tímans, og hefir enga hugmynd um að önnur þarfari
vinna sé til. I stuttu máli: hjú og undirgefið fólk eru nú
öldúngis eins og þrælar; það er raunar hvorki barið né drepið,
og það getur klagað yfir ólöglegri meðferð og þar fram eptir
götunum; en allir vita hvað það liefir að þýða, ef menn
ættu að ákalla lögin til að hjálpa sér til að rekja úr hverri
snurðu sem hlaupa kann á lífsins þráð, og mun þó nóg af
slíkum málum vera til meðferðar fyrir rétti á degi hverjum.
Hjúiu eru í hinni verstu ánauð, þrátt fyrir fullkomnun og
menntun tímans; þau mega varla tala við húsbændurna og
ekki vera í sömu herbergjum og þeir, þau hafa yfir höfuð
ekkert heimili nema eins og hundahús og þess vegna hefir
þetta fólk heldur enga virðíngu fyrir neinu, enga sómatil-
finníngu, enga laungun til neins nema til að njóta lífsins
svo frekjulega sem unnt er þessar enar fáu tómstundir sem
það er ekki í ánauðinni. — Hér við bætist nú allur sá
vinnufólksher, sem hefir atvinnu á verksmiðjum eða hjá ýmsum
ríkismönnum sem hafa mikið að láta starfa; og má nærri
geta, að þegar allt þetta fólk, sem er svo margt að millíónum
skiptir, fer »að fá hugmyndir«, þá muni eitthvað eiga að
gerast. Og það vantar ekki, að því sé gefnar »hugmyjidir«,
því þessir »hugmyndapostular«, sem þykjast flytja frelsi og
menntun, ferðast í kríng, og prédikafyrir fólkinu; en fólkið
er aptur orðið »upplýst« af blöðunum, sem eru búin að vekja
það, svo það er komið til sjálfs sín og raknað við úr »mið-