Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 24

Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 24
26 alda-rotinu«. Prédikanir þessar eru allar þess efnis sem vér gátum um að allra þjóða félagið fylgdi fram; þær eru allar bygðar á því að æsa sérplægni manna og auragirnd, því þeir segja svo: »þér eruð bláfátækir og hljótið að vinna allan daginn baki brotnu fyrir lífinu, en enir ríku þurfa ekkert að gera, en lifa í vellystíngum praktuglega; í rauninni hafa þeir engan rétt til að eiga einn skildíng meira en þér, en það má ekki minna vera, en þeir gjaldi yður riflegt verkkaup, og vilji þeir það ekki. þá skuluð þér hætta að vinna.« J>ann- ig er prédikað fyrir fólkinu. og árángurinn hefir verið, að fjöldi manna hefir víða lagt niður vinnu sína; en þar af hefir aptur leitt, að þeir komust í eymd og volæði, því vinna fæst ekki hvar sem vera skal, og lögin hafa þessir menn ekki með sér, heldur á móti sér. J>aö má nærri geta, að af þessum hlutum muni víða um heim vera töluverð óregla eða æsíng í lífi mannanna. |>að er eitthvert millum-ástand eða eins og lífið sé í óra- kippum milli draums og vöku; menn finna, að menntun og upplýsíng, og rétt virðíng á sjálfum sér og mannlífiuu, er hið einasta meðal á móti þessum ósköpum, og að það eitt geti leitt mennina til varanlegrar jarðneskrar sælu. Að þessu sýnist nú allt lífið að stefna — vér meinum hér norð- urálfulífið, því ekki er um annað að tala — þó hætt kunni að vera við, að það ekki verði baráttulaust. En líklegt er að minna verði nú, um stund að minnsta kosti, um stríð eða styrjaldir milli þjóða eða ríkja, því það er líklegra að hvert land verði heldur leikvöllur eða jafnvel vígvöllur fyrir sig, þar sem flokkarnir í þjóðunum sjálfum standa andvígir hvorr öðrum. J>annig stendur nú á í enu borgaralega lífi mannanna um þessar mundir. B. Ánægjulegra er að renna huganum til ens andlega lífs og tilrauna til þess að skilja tilveruna, og til þess að komast svo lángt sem unnt er, í rannsókninni um eðli og upprunalegt ástand sjálfra vor. Smíði alheimsins er það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.