Gefn - 01.01.1872, Page 39

Gefn - 01.01.1872, Page 39
41 dimmari ráðgáta en áður, þegar heimspekíngarnir ætluðu að rifna af sálarfræði og hugsunarfræði, sem nú fyrir laungu hafa lifað sitt fegursta: því þessir menn bygðu ekkert á reynslunni, heldur hverr á sínum eigin hugarburði; en nú sýnist sem mönnum ætli að takast að komast miklu nær enu andlega fvrir krapt ens líkamlega, en mönnum áður hefir getað dottið í hug, að minnsta kosti að vissu leyti og í vissum skilníngi. Fornfræðin er nefnd áður í riti þessu, og hnýtum vér hér því einu við, að steinöldin er eiginlega sá kafli hennar, sem einna helst lýtur að rannsóknunum um ena elstu og fyrstu menn, þegar menn lifðu í hellrum, sem víða finnast enn; en enar ýngri fornleifar, frá eiröldinni og koparöldinni, skýra frá háttum enna ýngri manna og grípa fremur inn í sögurnar. Fornleifafræðin kvíslast á eina hlið- ina yfir í málfræðina, en á hina hliðina yfir í náttúrufræð- ina, með því menn verða að vita hvernig á stendur beinum og steinum þeim sem þar til heyra, í hversu gömlum jarð- lögum þetta finnist, hvernig beinin sé sködduð og nöguð — Steenstrup hefir til að mynda sýnt, að ótal nöguð bein frá steinöldinni sé ekki sködduð af mönnum, heldur nöguð af glepsandi dýrum, því þau naga ætíð hnúturnar, til þess að sjúga feitina úr; en þar á móti eru önnur bein klofin af mönnum til mergjar, eins og Edda segir að þjálfi hafi gert við hafurinn þórs. Eptir öllum þessum merkjum verður að taka — vér höfum jafnvel myndir frá steinöldinni: dýra- myndir skornar 'eða ristnar á leggi og fuglsbein, svo dýrin eru þelckjanleg og bera skýrt vitni um að jafnvel þá hafi meun verið svo skynsamir að geta framið ena fyrstu dráttu listarinnar. Til málfræðinnar gengur fornfræðin beinlínis með rúnasteinunum og allri þeirri leturgjörð sem rist er eða grafin á fornleifarnar; ogsvoer enn hin þriðja stefna hennar sú að fást við lögun og sjálft smíði gripanna, og marka hverjum sinn aldur, stað og ætlunarverk. Aptur á móti má segja, að málfræðin eða sjálf hin eiginlega ástundan túngn- anna sé ekki yfirgripsminni, með því menn henda orð þjóð-

x

Gefn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.