Gefn - 01.01.1872, Side 48

Gefn - 01.01.1872, Side 48
50 aptur. Að Skrælíngjar réðust á og drápu þá Íslendínga, sem bygt höfðu (frænland, á hér eiginlega ekki við. I'essir landnámsbardagar eru því grimdarlegri sem þjóð- irnar eru menntaðri og meiri fyrir sér, sem menn hitta fyrir; svo var í Mexíkó og í Perú, þegar Cortes og Písarró herjuðu, og þá gengu Spánverjar fram í skammarverkunum að því skapi sem þeir voru þá fyrir öðrum þjóðum í Norðurálfunni. Ameríkumenn voru raunar heiðíngjar, en það voru harðla menntaðar þjóðir, sem hafa látið eptir sig stórkostlegar minn- íngar frægðar og frama; en það sem einkum varð þeim til falls, það var gullauður þeirra: til þess að eignast gullið voru þeir drepnir og píndir, þjáðir og þrælkaðir; þá gilti hvorki dygð né manndómur, en allt varð að lúta fyrir ágirnd og grimd menntunarinnar. fessar þjóðir hafa raunar ekki alveg eyðst, en samt hafa þær orðið svo mjög aptur úr, að þeirra gætir miklu minna en fyr. En þar sem þjóðirnar eru gjörsamlega villtar og ósiðaðar, og ekki styrktar né efldar af neinu andlegu ágæti, þar er miklu hættara við að þær eyðist, og uppá þetta ætluðum vér að sýna hér eitt dæmi frá vorum eigin tímum. Á 17du öld gekk mikið á fyrir Hollendíngum með landaleitir í suðurhöfunum eða fyrir sunnan og austan Asíu, þar sem nú heitir Eyjaálfan eður Ástralía. 18. November 1605 lét hollendskt skip nokkurt út frá Bantam (á Java) og átti að rannsaka strendur Nýju Gíneu. fetta fór nú allvel og nú var haldið suður á bóginn. Rifog grynníngar gengu þar margar mílur í sjó fram, alsettar beljandi brim- görðum; en eptir nokkurra dægra siglíng hvarfþetta, og sjó kyrði; héldu þeir nú beint að landi. En ekki var þar mjög byggilegt: sólargeislarnir stóðu þráðheint niður á brennandi sanda, þar sem engan vatnsdropa var að fá; ekkert blóm, engin jurt né nokkurt strá spratt þar upp, en fáeinar skjald-

x

Gefn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.