Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 48

Gefn - 01.01.1872, Blaðsíða 48
50 aptur. Að Skrælíngjar réðust á og drápu þá Íslendínga, sem bygt höfðu (frænland, á hér eiginlega ekki við. I'essir landnámsbardagar eru því grimdarlegri sem þjóð- irnar eru menntaðri og meiri fyrir sér, sem menn hitta fyrir; svo var í Mexíkó og í Perú, þegar Cortes og Písarró herjuðu, og þá gengu Spánverjar fram í skammarverkunum að því skapi sem þeir voru þá fyrir öðrum þjóðum í Norðurálfunni. Ameríkumenn voru raunar heiðíngjar, en það voru harðla menntaðar þjóðir, sem hafa látið eptir sig stórkostlegar minn- íngar frægðar og frama; en það sem einkum varð þeim til falls, það var gullauður þeirra: til þess að eignast gullið voru þeir drepnir og píndir, þjáðir og þrælkaðir; þá gilti hvorki dygð né manndómur, en allt varð að lúta fyrir ágirnd og grimd menntunarinnar. fessar þjóðir hafa raunar ekki alveg eyðst, en samt hafa þær orðið svo mjög aptur úr, að þeirra gætir miklu minna en fyr. En þar sem þjóðirnar eru gjörsamlega villtar og ósiðaðar, og ekki styrktar né efldar af neinu andlegu ágæti, þar er miklu hættara við að þær eyðist, og uppá þetta ætluðum vér að sýna hér eitt dæmi frá vorum eigin tímum. Á 17du öld gekk mikið á fyrir Hollendíngum með landaleitir í suðurhöfunum eða fyrir sunnan og austan Asíu, þar sem nú heitir Eyjaálfan eður Ástralía. 18. November 1605 lét hollendskt skip nokkurt út frá Bantam (á Java) og átti að rannsaka strendur Nýju Gíneu. fetta fór nú allvel og nú var haldið suður á bóginn. Rifog grynníngar gengu þar margar mílur í sjó fram, alsettar beljandi brim- görðum; en eptir nokkurra dægra siglíng hvarfþetta, og sjó kyrði; héldu þeir nú beint að landi. En ekki var þar mjög byggilegt: sólargeislarnir stóðu þráðheint niður á brennandi sanda, þar sem engan vatnsdropa var að fá; ekkert blóm, engin jurt né nokkurt strá spratt þar upp, en fáeinar skjald-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Gefn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gefn
https://timarit.is/publication/93

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.