Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 3
3 daganum af þeirra liði; Guðmundur ríki átti annan fund við sína menn, en ekki er þess getið að málunum væri stefnt til Þingeyjar- þings þetta vor, nje til alþingis um sumarið, enda kemur það heim við það, er segir í 4. kap., svo sem brátt skal vikið að aftur. Þar á móti segir svo: »Þeir bræðr hitta Ofeig (i Skörðum), ok báðu hann fara til leiðar til liðveizlu við sik«. Ófeigur kvaðst vilja að þeir sættist á málin, en hjet að skiljast eigi við þá í þraut. »En hálfum mánuði fyrir þing reið Tjörvi (einn af bræðrunum) í Goð- dali — — — ok þaðan reið hann til þings. Guðmundr hittir Þór- geir------— Þórgeirr mælti: »----------— munu vit hafa fjölmenni í móti þeim<. Ok fara nú allir til þings, hverr með sínu liði«. Hjer verður ekki annað sjeð en að söguritari líti svo á, að málin hafi ekki komið fram á vorþinginu næsta eftir leiðar-bardag- ann, heldur á næstu leið á eftir. Nú er það ljóst af ákvæðunum í þingsk.þ. i Grágás (Ia 111—12 og fl.) um leiðir, að þær voru engin sóknarþing, en lýst gátu menn þar sárum1, og ef um sár eða áverk, unnin á leið eins og hjer átti sjer stað, er að ræða, þá skal þá »búa kveðja er næstir búa vetvangi, þeirra manna, er eigi sé þar áverk kend«, þ. e. vættvangsbúa, og skal vikið að þessu aftur. — Á leiðum verður ekki útnefndur dómur eða dómar kveðnir upp, nema gerðir, sem stundum eru kallaðir dómar (sbr. sáttardómur og sáttargerð, kveðin upp af honum). Kemur frásagan í 4 kap. Ljósv.s. að sumu leyti illa heim við þetta verksvið leiðanna. í byrjun kapítulans segir frá því fyrst, að Arnsteinn goði Reist- arson að Ærlæk í öxarfirði eigi þriðjung í goðorði þeirra Ljósvetn- inga, þeir bræður þriðjung og Þorgeir faðir þeirra þriðjung. — Þegar svo bar undir, að 2 eða fleiri áttu goðorð saman, skyldu þeir koma sjer saman um, hver þeirra skyldi fara með goðorðið, því að einungis einn mátti með það fara. — Þá segir, að Ófeigur sje kom- inn til þings og Tjörvi, — vestan, þ. e. frá Goðdölum. Næsta dag ganga þeir Tjörvi og Höskuldur á fund Arnsteins; — hinna bræðr- anna, Þorkels háks og Drauma-Finna, er alls ekki getið í frásögn- inni. Höskuldur segir við Arnstein: »Hér horfiz til málaferla, ok horfir mjök í móti með oss frændum; er þér vandi á báðar hendr, ok kalla þeir oss ómæta í kviðinum — — —«. Síðustu orðin, »ok kalla« o. s. frv., á víst að skilja sem beint framhald af fyrstu setn- ingunni; ekki eru þau á einn veg í öllum handritunum (sbr. útg., bls. 123 nm.), en alls staðar er þó um tcvið að ræða. — Þeir bræð- ur neyða Arnstein til fylgis við sig, — »ok skilduz at þvi, ok skyldi 1) Grág. la 176, II 345.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.