Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 33

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 33
38 gömul í eigu Jóns Jóakimssonar á Þverá í Laxárdal, afa seljanda, fyrir ca. 50 árum. 7029 a b. 2/10 Veðurviti, útskorinn úr bæki, gagnskorinn, með I K og 1871, skrautmálaður; 2 tungur út úr endanum. L. 47 og br. 14,8 sm , þ. 1,3 sm. — Fuglsmynd (dúfa) út- skorin, sem stendur á rendum hún, fylgir; hefir verið efst á 8tönginni; máluð hvit og græn; 1. 13 sm.; hæð alls 20 sm. Norðan úr Reykjadal. 7030. 2/io Kistill útskorinn og er útskurðurinn málaður ýmsum litum. L. 29, br. 13 og hæð með loki 12 sm. Hliðar úr bæki (tunnustöfum líklega) hitt alt úr furu; þ. efn- isins er um 7 mm. Hefir verið með vírhjörum og skrá. íslenzkur og gamallegur. Framhlið brotin. 7031. — Brauðmót úr bæki með venjulegri gerð, þverm. 25— 25,7 sm.; typpi upp úr, 4,3 sm. að h., 4—5,6 sm. að br. Þykt 2. sm. I miðju er útskorin kringla og greina- strengur umhverfis. Þá leturlína: GEFOSSIDAG- VORTDAGLEGTBRA: (þ. e. brauð). Við röndina og á fyppinu er laufaskurður. — Norðan úr Reykjadal. 7032. 4/io Kross, smeltur og steinsettur; krosstrjeð sjálft nýtt, og fótstallurinn undir því, gert eftir hinum smeltu plötum, hæð 52, br. 31,5 sm. Á framhlið miðri er kross með róðu, mjög líkur nr. 2445 (sbr. Árb 1914, bls. 32—33), en heill, þ. e. óstyttur, og sjest því mannsmyndin fyrir neðan Krists mynd öll. Sýnir mann, sem er að risa upp úr gröf sinni og réttir handleggi og hendur fram og upp. Gloría er engin, og hefir ekki verið, um höfuð þessa manns1, sem mun eiga að.vera Adam, er rís upp úr gröf sinni á Golgatha (sbr. H. Otte, Handb. d. chr. Kunst-Archáol. 1, 540). Efst á krossmyndinni sjálfri erustafirnir IHS og XPS (þ. e Jesous C'ánstos). Smeltu kringlurnar beggja vegna við krossmyndina eru settar óreglulega og sumar sjást svo sem hálfar útundan krossinum. Þær virðast eiga að tákna stjörnur, sem skína á bláum himuinum (er sólin myrkvaðist?)*. Kross- inn (öll platan) er að hæð 24,8 og breidd 15 sm. (1. þverálmunnar). Breidd hvorrar álmu 4,3—4,6 sm. 1) Eins og virðist vera á nr. 2445, þar sem hún er i smeltinu, — ekki nein þynna farin frá, eins og sagt var í Árb. 1914, bls. 33. Mennirnir hafa heldur ekki haldið á neinn, eins og þar var ságt að út Hti fyrir. 2) Þessar kringlur eru þó á flestum hinum myndunnm (pldtunum).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.