Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 7
7 eiga í Fjósatungu, »því at þeir kómu eigi fram á várþingi«, sem vitanlega var háð á lögákveðnum stað, í Þingey. En þar sem nú söguritarinn er hjer um leiðarþing að ræða, kemur það, svo sem áður var tekið fram, illa heim, að þeir Hösk- uldur e u hér að setja niður dóm. Og jafnframt verður það að hinu leytinu vel skiljanlegt, þótt það virðist einmitt ekki hafa verið söguritaranum sjálfum ljóst, að þeir Þorgeir og Arnsteinn vilja hjer enga dómendur setja niður. Við þetta kemur það líka vel heim, að Höskuldur er að tala um kvið hjer, því að hann hafði fullan rjett til að kveðja menn í búakvið. Þeir Höskuldur hafa og senni- lega reynt að stefna föður sínum af goðorðinu fyrir hlutdeild hans í þvi, er fram fór á leiðinni næstu á undan, og yflrleitt viljað neyta liðs síns freklega á þessu leiðarþingi, og að því er virðist framar en samrímanlegt var fullum lagaheimildum. Kemur ailur hinn síð- asti kafli frásagnarinnar í þessum kapítula vel heim við þá skoðun, svo sem orð þau, sem lögð eru í munn Snorra Hlíðarmannagoða, er hjer hefir verið með Guðmundi rika, þar sem Snorri segir: »nú eru tveir kostir fyrir hendi — at láta þá Höskuld dæma mál sín, ok kann vera at þeir komi því fram með sínum afla, at Þórgeirr missi goðorðsins; hinn er annar — at sættaz*. — Við þetta kemur og heim það er Ofeigur segir áður við þáHöskuld: »ef þetta kemr til alþingis, munu eigur yðrar upp ganga hér til; megi þér þá eigi haldaz í öðrum kostum en sættaz — ok geri Þórgeirr um mál þessi«. — Loks segir svo: »Ok var nú þat ráð tekit (þ. e. aðsætt- ast), ok gerðu þeir þat mest fyri bænastað vina ok frænda, ok vóru handsöluð mál í dóm ok menn til gjörðar nefndir«. — Hjer er því sýnilega um gerðardóm að ræða, og kemur það vel heim við að þetta fer fram á leiðarþingi. — »Sölmundr féll óheilagr. Mikil vóru fégjöld eptir Arnór, ok þó eigi ákveðin. — Arnsteinn fekk eigi aptr goðorð sitt«. Það er hvorttveggja rjett og eðlilegt, að Sölmundur hafi verið látinn hafa fallið óheilagur og fjegjöld mikil hafl verið gerð eftir Arnór, en næsta óeðlilegt að þau hafi þó eigi verið ákveðin. — Að Arnsteinn hafl eigi fengið aftur goðorð sitt eða mannaforráð má vel standast, jafnvel þótt það hafi ekki verið til- gangur hans að afsala sér því fullkomlega í hendur Höskuldi; orða- lagið bendir líka til, að það hafi ekki verið tilgangur hans. Söguritarinn getur ekki um, hvers vegna þing þetta hafi fremur verið háð »í Fjósatungu« en annars staðar, og verður því ekki sjeð, hvort honum hefir verið kunnugt um ástæðuna. Hann greinir ekki heldur, hvort leiðin, sem bardaginn stóð á árið áður, hafi verið á sama stað. Nú verður ekki heldur sagt, hver ástæðan hafi verið til

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.