Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 20
20 henni eru sýnilega búin til eftir 3. og 4. 1. í 112. er. (B.), sem áður var rætt um. — En hvort sem taka má þannig saman eitt heilt 6 lína ljóðaháttarerindi, eða hjer er um sundurlausa vísnastúfa að ræða, mun þó rjett skoðun F. J., að teija þetta alt óupprunalegt á þessum stað. Loks er síðasta erindið í Hávamálum. I því eru 8 línur, en eins og F. J. hefir bent á, eru 4. og 7. 1. óupprunalegar. Hjer er 4. 1. sennilega frábrigði af 3. 1. og 7. 1. sýnilega frábrigði af 8. línu. Grímnesmál. Síðasta lína í 45. er. (B.) er með frábrigði, sem F. J. telur óupprunalega línu: Æges beTcke á. Æges drékko at. Skírnesmál. t 10. er. er frábrigði við fyrri langlínuna (3.1.), sett á eftir henni: úreg fjöll yfer, þnrsa þjóþ yfer. Síðari línan dæmd óupprunaleg af F. J. í 27. er. er sömuleiðis frábrigði við 3. 1.: horfa heime ór, snugga heljar til. Þetta er svo í kon. bók (Eddu), en ekki 748 (4to í Árnas.), þar eru línurnar dregnar saman í 1 1, sett «ok« fyrir «heime ór«. — F. J. álítur með réttu að fyrri línan sje frumleg og rjett, en hin viðbót. í næsta er., 28., kemur sama fyrir: á þik Hrímner hare, á þik hotvetna stare. F. J. telur síðari línuna ófrumlega. Sama er að segja um sams konar fyrirbrigði í 30. er., frábrigði frá 6. 1., sem bætt er aftan við hana: kranga kostalaus, kranga kostavön. Þó virðist síðari linan hjer öllu upprunalegri en sú fyrri, eiga betur við.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.