Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 6
6 Þorgeir og Guðmundur eru á; þeir bræður eigi »þá þing i Fjósa- tungu«, en aðalþingstaðurinn, sem þeir Þorgeir eru á, sje ekkinefnd- ur. — í sumum af pappírshandritum sögu^nar (sbr. bls. 123, í aths.) er þessi yfirskrift yfir þessum kapítula: »Málalykt á Fjósatungu- þingi í Fnjóskadal«. Samkvæmt henni álítur Kálund að líka megi skilja frásögnina þannig, að hinn eiginlegi vorþingsstaður hafi verið í Fjósatungu, og að þeir bræður hafi flutt sig þaðan og á annan stað »upp frá Illugastöðum«, og orðunum »í Fjósatungu* þá skotið inn í af vangá síðar af einhverjum, sem var kunnugt um, að þing- staðurinn var »í Fjósatungu«. — Vist er um það, að söguritarinn lætur hjer í ljósi, að nokkurt bil sje á milli þeirra Þorgeirs og sona hans, úr því að hann segir, að þeir hafi riðið ofan á þingið að finna hann; en þar sem hann segir, að þeir láti »standa dóminn á með- an«, virðist hann líta svo á, að skamt sje á milli, — En setningin: »Þeir áttu þá þing í Fjósatungu* o. s. frv. virðist vera beint fram- hald af næstu setningu á undan: »Síðan gekk Höskuldr í þing- brekku, ok stefndi Þórgeiri af goðorðinu, ok nefndi vátta þar at, ok síðan dóma«. Þennan sama dóm lætur hann standa á meðan hann fer að hitta Þorgeir, sem söguritarinn hefir beinlínis sagt vera á sama þinginu og gefið í skyn að sje svo nálægt þeim Höskuldi, að þeim er kunnugt um, að hann hefir enga menn nefnt í dóm. Orðin »þeir kómu eigi fram á várþingi«, geta alls ekki merkt það, að þeir Höskuldur geti ekki komið fram málum sínum á þessu þingi, sem hjer er verið að segja frá, og að þeir því verði að flytja sig á annan stað. Þeir hafa hjer eftir frásögninni sýnilega svo mikinn afla, að »hætta er á at Þorgeirr missi goðorðsins«, eins og síðar segir, og »þeir Höskuldr höfðu virðingarhlut af málum þessum«, segir ennfremur, en hvergi er þess getið, að þeir hafi orðið að víkja í nokkru, enda höfðu þeir réttari málstað. Orðin »þeir kómu eigi fram á várþingi«, eru í fylsta samræmi við frásögnina á undan og það, er hjer var tekið fram áður. Hér er nefnilega ekki um vor- þing að ræða, heldur leið, næstu leið eftir þá, er Arnór fjell á. »Þeir bræðr ------áttu fund um várit (næsta eftir fall Arnórs) ok bundu þat saman, at skiljaz eigi við málit, ok búa til vígsmálit eftir Arnór ok fjörráð við sik«, segir í 3. kap., og nú er bætt við: »þeir kómu eigi fram á várþingi*. En um haustið biðja þeir, eins og áður var bent á, Ofeig »fara til leiðar til liðveizlu við sik« og fá hann til að koma með fimm tigu manna, og enn fremur sækir Tjörfi sér lið vestan úr Skagafirði, hundrað manna. Allt þetta lið, sína eigin menn og Arnsteins, hafa þeir nú með sjer á þessari leið og nú »koma þeir fram«. Það er þetta sama leiðarþing, sem þeir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.