Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 14
TJm eina tegund innskota í goðakvæðunum fornu. 1 Eddukvæðunum eru sýnilega mörg og margs konar innskot, smá og stór, einstök (smá)orð, heilar Ijóðlínur, vísuhelmingar, heilar vísur, jafvel vísnaflokkar og kvæðabrot. Margt af þessu er fljót- sjeð og orðið nú viðurkent af flestum, er við þessi fornu fræði fást; margt er vafasamt, einn álítur það innskot, sem annar álítur frum- legt og eiga heima þar sem það er; sumt kann að vera dulið enn. — Menn eru engan veginn búnir að ljúka af rannsóknum þessara fornkvæða og mun enn verða deilt um mörg merkileg atriði í þeim. Þó hafa nú margir skarpsýnir vísindamenn, þaullærðir í öllum þeim fornu fræðum, sem hjer að lúta, fengist við þessar rannsóknir. En hjer er ura svo auðugan og fjölskrúðugan garð að gresja, að eng- um kunnugum þykir það neinni furðu gegna, þótt ekki hafi enn orðið lagður fullnaðarúrskurður á hvert atriði. — Það er annars illa farið, hve fáir íslendingar hafá gjörst til þess á síðari áratugum, að fást við þessar rannsóknir, að því er kunnugt er. Aðalmaðurinn af oss er, í þeirri grein, sem flestum öðrum hinna forn-íslenzku fræða, Finnur próf. Jónsson. — Um rannsóknir Björns próf. Olsens vita menn fátt enn, nema þeir er hlýddu á háskólafyrirlestra hans. — Það eru nú liðin 25 ár síðan Finnur Jónsson gaf út 1. b. bókmenta- sögu sinnar, hinnar miklu, og 30 ár síðan hann gaf fyrst út Eddu- kvæðin (Eddalieder, Halle a. S. 1888—90). — Síðan hefir hann vit- anlega haldið rannsóknum sínum stöðugt áfram og birt nokkrar rit- gerðir í þessari grein. — Á bls. 110—13 í 1. b. bókm.s. (Den oldn. og oldisl. litteraturs historie, 1. b., Kh. .1894) ræðir hann stuttlega um innskot yfirleitt í Eddukvæðum, en síðan gerir hann glöggvari grein fyrir skoðun sinni um innskot í hverju kvæði fyrir sig, og í nefndri útgáfu af Eddukvæðunum ljet hann skýrt í ljós álit sitt svo að segja á hverju orði. — Ef til vill kunna skoðanir hans að hafa

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.