Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 24
Skýrsla um viðbót við Þjóðmenjasafnið 1915. [Framhald]. 6963. 9/8 6964. — 6965. — 6966. — 6967. 12/8 Vilhjálmur Hjálmarsson, Brekku í Mjóaíirði: Snœldu- snúður úr mógráum steini (mógrjóti), hálfkúlumyndaður og þó með 5 fiötum umhverfis. Þverm. 5,2 sm., þ. 2,3 sm. Kringlótt gat á miðju, 1,1—1,4 sm. að þverm. Að neðan er krotað umhverfis: ÞETTA HEITIR ÁRENNA. Af letrinu má ráða, að teinninn hafi verið í er það var gert. Árenna mun snúðurinn hafa heitið eða snældan öll, en nú mun það heiti ekki vera til í málinu. Snúðurinn virðist vera um 200 ára gamall. Sami: Snœldusnúður úr rauðum steini mjúkum, kringl- óttur, þverm. 4 3 sm., þ. 1,3 sm, kúptur að ofan, en flatur að neðan; fremur ójafn. Kringlótt gat á miðju, þverm. 1,2 sm.; þrengst í miðju. Sami: Snœldusnúður, likur nr. 6964, en óvenju-smár, þverm 2,5 sm.; gatið 6—8 mm. að vídd. Sami: Lár, loklaus, settur saman af 4 furufjölum og 4 hornstólpum úr eik, h. 23,8 sm., en fjalirnar eru um 15,5 sm. að br. (hæð); hann er 29,3 sm. að I. og 24,5 sm. að br. Utan á fjölunum 3 eru útskorin blóm og á öðrum gaflinum stafirnir S. S. D. A. Þ. L., »er munu eiga að tákna: Sólrún Skúla dóttir á þennan lár. — Sólrún Skúladóttir var kona Hermanns Hermanns- sonar, móðir Sveins, föður Jóhönnu, móður Konráðs Hjálmarssonar á Norðfirði« (gef.). Valdemar Sigmundsson kennari, Nesi í Norðfirði (afh. fornrav.): Bollasteinn úr gráum steini (basalt), spor- öskjulagaður, þverm. 16—18 sm, þ. 5,5—6,5 sm.,

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.