Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 4

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 4
4 hann fara á fund þeirra ura morgininn eptir. Þeir taka við mönn- um hans ok tjalda búð hans, ok ætla til dóma at ganga«. Svo sem áður var sagt, kemur þessi frásögn og alt það er eftir fer um þessa dóma og dómendur á þessu þingi, sem af frásögninni í 3. kap. virð- ist vera leið, illa heim við fyrirmæli Grágásar um verksvið leiða. — Á eftir hinni tilgreindu setningu um þá bræður er skotið inn samtali þeirra Guðmundar ríka og Þorgeirs goða; virðist það alls ekki eiga heima hjer, heldur standi næsta setning á eftir því í beinu samhengi við frásögnina á undan því: »Síðan mælti Höskuldr: »hví seti þér eigi dómendr niðr?« »Þat má vera«, sagði Tjörfi, »at þeir sé aflaminni, en þeir ætluðu«. Höskuldr mælti: »illt er þat, ef föður minn þrýtr drengskapinn — ok göngum nú at þeim Guð- mundi*«. Fyrstu orð Höskulds, »hví seti þér eigi« o. s. v. frv , sýn- ast mælt til föður hans, því að Höskuldur virðist, eftir allri frá- sögninni að dæma, ekki þurfa að mæla slikum orðum til Arnsteins nje Tjörva, og á samþingisgoðana minnist frásögnin ekki einu orði, en vitanlega áttu þeir hvor fyrir sinn þriðjung að nefna einn þriðjung í dóm, þ. e. tylft dómenda, á vorþingum öllum (Grág. Ia 98). — En orð Tjörva og svo Höskulds á eftir benda til, að þeir Þorgeir og Guðmundur sjeu ekki nærri þeim, svo að þeir geti skifzt orðum á við þá. Mun hafa átt að standa hjer: »$etja þeir« fyrir: »seti }>ér«, og röngu orðin komin til af innskotinu á undan þeim, samtali Þorgeirs og Guðmundar. — Ofeigur hvetur þá bræður til sátta, en »þeir kváðuz fúsastir bræðr, at þeir reyndi með sér; en Höskuldr kvaðz mundu bera kviðinn í móti þeim at öðrum kosti — »ok mun þá fram ganga«. Ofeigr mælti: »lítit ráð, ok er ilt at gera þingsafglöpun««. — Hjer er aftur að ræða um kviðburð og geta orð Ofeigs um þingsafglöpun ekki átt við þá fyrirætlun Hösk- ulds, heldur verður að líta svo á, sem þau eigi að vera svar Ofeigs við hinu fyrra ráðinu, að þeir feðgar reyndi með sjer. — »Þórgeirr setr eigi niðr dómendr sína, ok má stefna hánum af goðorði sínu«, segir Höskuldur. — Af þessu má ráða, að söguritari liti svo á, sem Þorgeir hafi átt að setja niður dómendurna fyrir þriðjung þeirra Ljósvetninga og Arnsteins; þó má vera, að hann hafi álitið, að sjerhver þeirra, er þennan þriðjung áttu saman, hafi átt að nefna menn i dóm, nefnilega Þorgeir og Arnsteinn 4 hvor, en þeirbræður 1 hver. Slíkt samkoraulag um dómnefnuna var hugsanlegt að vísu, en þó þvi að eins, að sá, er með fór goðorðið í hvert sinn, hefði hina lögformlegu dómnefnu fyrir allra hinna hönd — »Ofeigr mælti: >Þá mun atgangr takaz««. — Ofeigur gerir með þessu ráð fyrir, að menn Höskulds verði ódeigari til atgöngu, ef Höskuldur stefnir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.