Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 5
5 föður sinum af goðorðinu; með það lætur Ófeigur sjer nægja, og er ekki nefndur framar í þessari frásögn. — »Höskuldr mælti: »Vér Bkulum rjóða oss í goðablóði at fornum sið« — ok bjó hrút einn, ok kallaði sér goðorð Arnsteins ok rauð hendurnar í blóði hrútsins«. — Frásögn þessi er merkileg, og ekki ósennilegt að þetta hafi verið forn siður, er einhver maður varð hofgoði, en harla óeðlilegt og ólíklegt virðist, að sá maður, er tók við meðför þriðjungs af goðorði, sem hann sjálfur var að meðeigandi í öðrum þriðjungi sama goð- orðs, hafi við dómnefnu á þingi, svo sem hjer á að vera um að ræða, þurft að fylgja slíkum sið. — »Apnsteinn nefndi sér vátta, en vildi eigi n fna sér dóma, því at hann vildi eigi berr verða í mál- um þessum«. — Þetta virðist í fljótu bragði kynÞg setning; í raun- inni er eðlilegt, að þeir Arnsteinn og Höskuldur nefndu votta að því, að Arnsteinn seldi Hískuldi af hendi sjer goðorðshlutann til meðfarar á þinginu; en viðbótin virðist koma illa heim við þetta. Hann á enga dóma að nefna, e'tir að hann hefir látið af hendi goð- orðshlutann, og í annan stað virðist hann »berr verða ímálum þess- um« með því að láta hann af hendi við Höskuld. Þetta verður ekki skýrt með öðru en því, að gera ráð fyrir því, sern áður var sagt að muni verið hafa álit söguritarans, að hver sá, er hluta átti i goðorði, hafi nefnt hlutf llslega jafnmikinn fjölda dómenda í dóma á þingum, þótt ekki færi hann þar sjálfur með goðorðið. — En hins vegar er það mjög eðlilegt, að Arnsteinn vildi ekki »nefna sér dóma«, réttara sagt, nefna menn í dóm, á þessu þingi, þarsemhann hafði látið af hendi meðför goðorðsins fyrir sitt leyti, og svo í ann- að stað sennilega álitið, að honum bæri ekki að nefna neinn i dóm að fornspurðum Þorgeiri, sem átti þriðjung goðorðsins á móts við hann og að fornspurðum goðum þeim, sem nefna áttu hina tvo þriðjungana (tylftirnar) í dóminn. — »Síðan gekk Höskuldr í þin^- brekku ok stefndi Þórgeiri af goðorðinu, ok nefndi vátta þar at, ok síðan dóma«. Það getur þó ekki verið nema um þriðjung dómsins að ræða í mesta lagi. — »Þeir áttu þá þing í Fjósatungu út frá Illugastöðum, því að þeir kómu eigi fram á várþingi; ok riðu ofan á þingit at finna Þórgeir, ok létu standa dóminu á meðan; ok horfðiz þá til atgöngu». — I staðinn fvrir »út frá« hafa öll handrit sögunnar »upp frá«, en það kemur alls ekki heim við staðháttu, og hefir Kálund bent á (i Isl. Beskr. II., 146. bls.), að þetta sje villa fyrir »út frá« eða annað sömu merkingar. — Kálund skilur (1. c.) þessa frásögu svo, að þeir Þorgeirssynir geti ekki fengið settan niður dóminn á sjálfum vorþingsstaðnum, og flytji því þingstörf sín á annan stað ofar í Fnjóskadalnum en sá þingstaður er, sem þeir

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.