Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 1

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 1
i^inghald í Fnjóskadal á sög-uöldinni. Ari fróði segir í 5. kap. íslendingabókar: »Þá (þ. e. 962) var landinu skipt í fjórðunga, svá at iii- urðu þing í hverjum fjórðungi — — —, nema í Norðlendinga fjórðungi voru iiii , af því at þeir urðu eigi á annat sáttir; þeir, er fyr norðan voru Eyjafjörð, vildu eigi þangat sækja þingit«. Af þesssu og ýmsu öðru má ætla, að Þingeyingar hafi haft sjerstakt þinghald áður en fjórðungaskiftingin komst á1. Hvar þingstaðurinn var þá, er ekki greint, en fullvíst er það, að síðar var hann í Þingey í Skjálfandafljóti og fjekk hvort nafn af öðru, þingið og eyin, og svo hjeraðið (sýslan) af eyDni, er kend var við þingið2. Þingey var á lýðveldistímabilinu hinn lög- legi og venjulegi vorþingsstaður fyrir hina 4. og nyrstu þinghá í Norðlendingafjórðungi. Um þetta hafa allir verið að mestu leyti sammála. Nú segir í Þingskapaþætti í Grágás3, að þar skuli vera leið (þ. e. leiðarþing, haustþing) goða sem þingstöð (þ. e. vorþings- stöð) þeirra er, nema þeir fái lof (þ. e. lögrjettulof) til annars. Sam- kvæmt því skyldu menn mega ætla, að Þingeyingar hafi háð leiðar- þing sín öðrum stöðum fremur í Þingey. I vestur-útnorður frá Hálsi er rétt austanvið Fnjóská gamall þingstaður í svo nefndu Leiðarnesi; hefir Kr. Kalund lýst honum í sögustaðalýsingu sínni (Isl. Beskr.) II, 141—42 og Brynj. Jónsson í Árb. Fornleifafjel. 1901, 14—15 (m. uppdr.). Ber nesið oafn af leið- arþingi, er þar hefir verið háð. Staður þessi er hvergi nefndur i fornum ritum og er óvíst, hvenær hjer hafa verið háð leiðarþing. Dr. Kalund álítur (á umgetnum stað) að varla muni ofdjarft að ætla, að hjer hafi verið háð Ljósvetninga-leið, sem nefnd er nokkrum sinnum í sógunum; ætlar hann, að hjer hafi hún verið, þá er þeir Guðraundur ríki og Þorgeir goði á Ljósavatni börðust við sonu Þor- geirs, svo sem sagt er frá í Ljósv. sögu, 2. kap, og getið er íNjáls 1) Sbr. B. Th. Melsteð, Isl. saga II, 67—71. 2) Kr. Kalnnd, I. B. II, 155-56 o. fl. 3) Grág. Ia, 111.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.