Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 35
35 sm. að þverm. Á þeim eru kross og blóm. — Krists- rayndin á framhliðinni (krossinum) er ekki með og hefir máske aldrei haft kórónu, eins og oft var þó á rómönskum krossum1; höfuðið á Kristmyndinni á bak- hliðinni er upphleypt og með kórónu. >— Krossarnir í Hans Hildebrand, Sveriges medeltid, III. 5, bls. 676— —77, og J. J. A. Worsaae, Nord. Oids., Khavn 1859, bl8 135, eru með líkri gerð, og einkum er Krists-mynd- in sjálf í síðarnefndu verki lík þeirri, sem hjer er um að ræða; á þeim báðum er Kristur með kórónu. — Kristsmyndirnar á nr. 2445 og þessum krossi (7032) eru mjög líkar, en ekki eins: plöturnar undir einnig nokkuð frábrugðnar hvor annari, eins og tekið heflr verið fram. Mun þessi síðarnefndi vera lítið eitt yngri. líklega frá því um 1200. — Hinn upprunalegi kross, að því er virðist heill og lítt gallaður, var til í Tungu- fells-kirkju alt fram yfir 1820 og er iýst dálitið í visi- tatíugjörðum. Þessar smeltu plötur voru negldar allar á svart spjald (nr. 7033), sem var í miðri altaristöfl- unni þar; hefir það verið gert um 1825. Að líkindum hefir krossinn verið alþakinn á á báðum hliðum og vantar líklega gyltar þynnur af röndunum og bakhlið- inni, og þar að auki að minsta kosti 1 smelta plötu neðst á þeirri hlið. — Krossinn hefir vitanlega verið altariskross; en gera má ráð fyrir, að hann hafi stund- um verið tekinn af altarinu og borinn fyrir við helgi- göngur á hátíðum og messudögum. — Margir siíkir krossar virðast hafa verið til hjer á landi fyrrum, en nú sjást þeirra litlar leifar aðrar en til eru í Þjóð- minjasafninu (sbr. Árb. 1914, bls 30—37). Sbr. ennfr. Oldtiden VI. s. 159—63, m. mynd af svipuðum krossi (kom í hendur höf. eftir að hið framanskráða var ritað). 1) Kristsmyndin á nr. 2445 hefir þvi máske aldrei verið með kóránn, og vil eg því leiðrétta það sem eg sagði nm það í Arb. 1914, bls. 32. — Þyrnikranz var ekki farið að hafa fyr en um miðja 13. öld.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.