Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 12
12 ok Þórsteinn riðu (eða ríða, svo sem sum handritin hafa það; til- gáta útg., að lesa beri »skyldu ríðac, er ekki nauðsynleg) á þing dróttinsdaginn, ok þeir fimm samanc. — Vorþing virðist venjulega hafa byrjað á laugardagskvöldi, þingheyjendur þá komið saman, hver úr sinni för, skammri eða langri, og einn af goðunum helgað þingið sama kvöld1. Að þeir Þorkell komu drottinsdaginn, bendir til þess, sem og er eðlilegast að ætla, að þeir hafi reynt að stilla svo til, að sem flestir væru komnir til þings á undan þeim, megin- flokkur þeirra farið síðasta áfangann um nóttina og Þorkell þá náð að hafa tal af þeim og gefa þeim eftirfylgjandi bendingu, en gætt þess jafnframt að koma í tæka tíð, til þess að láta lýrit koma fyrir sökina eða stefna dóminum til rofs. — »Þórkell bað menn sína skynja, ef hann þyrfti liðs við; kvaðz hann þá mundu ganga á hól þann, er var á milli þings ok þeira, — ok mun ek þá hafa í hendi handöxi mína ena reknu og veifa henni yfir höfuð mér«. Síðan ríða þeir á þingit til búðar Ofeigs Járngerðarsonar, fimm saman; hann bauð þeim þar búðarvist« — Fleira er ekki sagt í sögunni um þetta ferðalag Þorkels og liðsflokks hans til þessa þings, og er þessu máli óviðkomandi að ræða hjer frekar um það, er fram fór á þinginu, sbr. 11. kap. Eins og bent hefir verið til, virðist frásögnin um tilsögnina til vegar, og þá þar með væntanlega hin hugsaða leið, ekki alls kostar eðlileg, en þó ekki á þann hátt, að það komi beinlínis því við, hvort flokkurinn fer á þingstöð í Fnjóskadal eða á Vaðlaþing. Virðist því ekki verða dregin sú ályktun af frásögninni, að flokkur- inn hafi ekki farið á Vaðlaþing, svo sem sagan annars gefur í skyn á þann hátt, sem áður var tekið fram. Miklu fremur mætti máske líta 8vo á, að frásögnin ein um ferðalagið sje ekki fyllilega ljós til að taka af allan vafa um, á hvaða þing flokkurinn fer, en þess er ekki að vænta, að söguritarinn útmáli það frekar en hann gerir, úr því hann er búinn að taka það fram, sem jafnvel var óþarft eins og á stóð, að málið var búið til Vaðlaþings. Þar sem frásögnin um ferðalagið um óbygðirnar er ekki alls kostar eðlileg, hefði legið nær að ætla, að hún væri því fremur rengjandi, einnig viðvíkjandi förinni um bygðina, ef hún þætti ekki koma heim við orð sögunnar að öðru leyti og þær kringumstæður, sem glögt má sjá að verið hafa fyrir hendi. En hjer virðist alls ekki þurfa að rengja frá- er Vaðlaþing i fyrirsögn kapítnla i þessari sömn sögn (skr. útg. XIV. kap , aths. neðanm. við 67. 1.) nefnt Akreyrarþing. J) Sbr, orðareg, aftanvið Skálh.b. (útg. Vilh. Finsen), bls 689.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.