Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 15

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 15
15 breytst síðar um ýms atriði, en mikill ávinningur er að því, að hafa þarna, svo greinilega framsett álit hans um hvert atriði, hvort sem menn geta fallist á það eða ekki um hvað eina. Hjer yrði of langt mál að ræða og dæma um öll þessi innskot, enda verður því ekki fyllilega komið við, nema því verði samfara ný útgáfa á flestum kvæðunum. Hjer skal að eins rædd sjerstök tegund þessara innskota, nefnilega þau innskot eða viðaukar, sem virðast sprottin af textabreytingu, og eru því svo sem eins konar frábrugðnir lestrarmátar (variationes legendi). Þeir er fyrstir rituðu kvæðin á bókfell á 12. öld, eða þeir er rituðu þau handrit af þeim, sem enn eru til, virðast hafa tekið þessi innskot til þess að sleppa ekki úr neinu af því sem þeir höfðu heyrt eða sjeð fyrir sjer; ætla má að þeir hafi getað sjeð, að hjer gat ekki ætíð hvorttveggja staðist, en þar sem þeim þótti vafasamt, hvort rjettara eða frumlegra væri af tvennu (eða þrennu), skrifuðu þeir alt upp. — Þeir settu þá ekki, svo sem nú tíðkast, annan hinna óiíku lestrarmáta neðaumáls. Flest innskot þessarar tegundar eru því annars eðlis en allur fjöldinn af innskotum, og þau eru í rauninni auðþekkjanleg og að eins að því leyti vafasöm, að ekki er ætíð auðsjeð hvað af tvennu er upprunalegt, hvor »lestrarmátinn« er upprunalegur og hvor er síðari tilbúningur, — einhvers, er ekki mundi hið rjetta. eða breytti af ásettu ráði. Bragfræðisreglurnar, sem eru nú fundar svo að mestu leyti, að óyggjandi eru, verða skýrasti og strangasti leiðarvís- irinn til þess að sjá flest af þessum innskotum, sjá, að þeim er of- aukið, en smekkur og dómgreind verða oftast að skera úr, hvað er upprunalegt og hvað ekki. Til þess að skýra ljósar hvers konar innskot hjer er átt við og til þess að dæma jafnframt um nokkur þeirra skulu þau sum hver, þótt máske komi ekki öll kurl til grafar, sett hér fram og athuguð. V ölu s p á. í útg. F. J. er 7. er. (=B. 21, þ. e. 21. er. í útg. Sophusar Bugge, Christiania 1867) með 2 lína viðauka síðast, sem hann álítur óupprunalegan. Síðustu línurnar fjórar eru svona: þrysvar brendo þrysvar borna, opt ósjaldan, ' þó Jion enn lifer. Næst-siðasta (9.) lína bendir til þess, að hjer sje um frábrugðið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.