Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 9
9 Nú hefir verið rætt um þinghaldið í 4. kap. Ljósv.s., og skýrt, að þar er um leiðar-þinghald og ekki vorþing að ræða, svo sem þeir Kálund og Vilh. Finsen álíta. Nú skal athuga frásögnina í 10. —11. kap., um þinghald það, sem þar segir frá og Kálund álítur einnig (Isl. Beskr. II, 147—48, sbr. 127—28) að sé vorþing Þingey- inga, háð móti venju í Fnjóskadalnum, sennilega á sama stað og það vorþing, sem hann álítur að sagt sje frá í 4. kap. Það er engum efa undirorpið, að í 10.—11. kap. Ljósv.s. er um vorþing að ræða og ekki leið; er það berum orðum tekið fram (í 8.1.10 kap.), og enn fremur, að þetta þing sé Vaðlaþing. Málaefni eru og þau, að á því getur alls enginn vafi leikið, að þetta hlýtur að vera rjett. Af því, sem að framan var sagt um verkefni leiða, er bert, að þær voru ekki sóknarþing, en hjer er um það að ræða, að sækja mann fyrir áverka, er hann veitir manni veturinn næsta á undan þinginu. Enginn mun heldur efast um, að þetta sje rjett. En sá, er málið býr til þessa þings og er sækjandi sakar, ersjálfur Guðmundur ríki á Möðruvöllum, einn af goðunum í Vaðlaþingi, og mætti undarlegt heita, ef hann hefði sótt mál þetta á öðru þingi, og einkum ef hann hefði sótt það á vorþingi þeirra Þingeyinga, svo sem Kálund virðist ætla. Maður sá, Þorbjörn bóndi að Reykj- um í Reykjahverfi, er fyrir áverkanum hafði orðið um veturinn, var þingmaður Guðmundar, og sá er á Þorbirni van-n, var innan- hjeraðsmaður, ogvissi Guðmundur ekki annað en að hann væri þar í fjórðungi. Að vísu gat hæglega staðið svo á, að eðlilegast hefði verið að sækja sökudólginn á Þingeyjarþingi, en svo sem sjá má af framangreindu, var eðlilegast fyrir Guðmund að sækja hann á Vaðla- þingi, eins og sagan segir. Vaðlaþing var ætíð háð á sama þing- stað, og er hann alkunnur, lýst af Kálund í bók hans, Isl. Beskr. 11, 126, Árb. Forl.fjel. 1901, bls. 16—17 (með uppdr.), Fortidsminder og Nutidshjem (Dan. Bruun) bls. 223—26. Kálund ætlar eðlilega ekki, að Vaðlaþing hafi í þetta sinn verið háð yfir í Fnjóskadal, en hann ætlar, að þetta þing hafi þó verið háð þar, og þá ekki verið Vaðlaþing, eins og sagan segir, heldur annað vorþing, háð þar í stað ÞingeyjarþingB, og svo sem áður var tekið fram, að líkindum í Leiðarnesi. Ræður Kálund þetta af frásögu Ljósv.s. um reið Austfirðinga til þessa þings. Ef ekki er hægt að samríma þessa frásögn um ferðalag þeirra Austtirðinga við þá frásögn, að þingið hafi verið Vaðlaþing, getur varla leikið efi á því, að frásögnin um ferðina er að einhverju leyti ekki rjett eða glögg, því að á þeim sögulegu sannindum getur eng- inn vafi leikið: Þingið hefir hlotið að vera Vaðlaþing. Sjest það

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.