Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 36
Skýrsla. I. Ársfundur híns íjlenska Fornleifafjelags 1918 Ársfundur fjelagsina var haldinn 5. des. 1918. Formaður mintist þriggja látinna fjelaga: sira Jónasar prófasts Jónassonar frá Hrafnagili, frú Torfhildar Holm skáldkonu og Guð- mundar skálds Magnússonar. Því næst lagði formaður frám endurskoðaðan ársreikning fje- lagsins um árið 1917. Hagur fjelagsins er nú þröngur orðinn vegna þess, að kostnaður við prentun Árbókar fjelagsins heflr aukist um fullan helming, og bar formaður því undir fundinn tillögu fulltrúa- fundar (30. nóv.) um að skora á formann að sækja til landsstjórnar- innar um, að styrkurinn til útgáfu Árbókar fjelagsins verði tvöfald- aður á næsta fjárhagstímabili. Var það samþykt með öllum at- kvæðum. Þá bar formaður fram sams konar tillögu sem áður á fulltrúa- fundi um, að viðkunnanlegra væri að endurskoða lög fjelagsir.s og breyta nokkurum ákvæðum, er nú væri úrelt orðin. Var kosin 3 manna nefnd til að endurskoða lögin: Pálmi Pálsson, Matthías Þórðarson og Eiríkur Briem. Loks bar formaður undir fundinn tillögu, er hann hafði áður hreyft á fulltrúafundi, um að æskilegt væri og nauðsynlegt, að fje- lagið gengist fyrir þvi, ef auðið væri, að reynt væri að safna ör- nefnum um land alt og skrúsetja þau. Fundurinn var því sinnandi og var kosinn 3 manna nefnd til að ihuga málið: Hannes Þorsteins- son, Jón Þorkelsson og Pálmi Pálsson. Að siðustu var rætt um nokkur fjelagsmál önnur, en engar samþyktir um þau gerðar.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.