Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 16
16 orðalag að ræða, en síðasta lína gerir það þó vafasamt, því að hún greinir annað en fram kemur í er. (8. 1.) og eykur jafuframt nokkru við. — Skoðun F. J., og þar áður Miillenhoffs, að síðustu línurnar séu ekki upprunalegar, er vafalaust rétt, hvort heldur þær eru við- bót eða frábrigði. H á v a m ál. í 1. er_ eru 7 línur; eiga að vera 6; 3. og 4. eru nær eins: of skoþaslc skyle, of skygnask skyle. Önnurhvor er afbrigði af hinni. Fyrri línan er ekki í handrit- um Eddu Snorra Sturlusonar, þar sem erindið er tekið upp, og hefir F. J. með réttu álitið þá línu óupprunalega, en áður höfðu þeir Rask og Munch álitið síðari línuna vera það. Bugge (sjá aths. nm. á bls. 43 í útg hans) áleit að hjer væri um frumlegt fyrirbrigði að ræða, og víða annars staðar þar sem sama kemur fyrir í Eddu- kvæðunum, þeim sem eru með ljóðahætti. Áleit hann þetta vera ljóðaháttarafbrigði, svipað einu í Háttalali Snorra Sturlusonar, sem nefnt er galdralalag í einu pappírshandriti frá síðari öldura. En þar er í rauninni öðru máli að gegna; siðasta línan er endurtekin með lítilli orðabreytingu. í 74. er. (B.), sem Finnur Magnússon og síðan F. J. álita að sje alt innskot, eru 7 línur, einni því ofaukið, nema hjer sje ekki um eitt erindi að ræða, heldur hluta úr 2, svo sem F. J. hefir álit- ið; 3. og 4. 1. eru svona: Skammar ’ró skips rár. Hverf es haustgríma. Báðar virðast líðurnar vera orðskviðir. Álitamál kann að vera, hvor er hjer upprunaleg. F. J. hefir tengt hina fyrri mjög við 1.—2. 1. í Rvikur-útg. sinni frá 1905. Sambandið í erindinu virðist torskilið eða litið og virðist einu gilda fyrir hinar linurnar, tvær þær fyrstu og 3 hinar síðustu, hvor þessara tveggja fellur úr. Eðli- legra sýnist þó að fella burt hina fyrri, en víst er önnurhvor frá- brigði og hin frumleg. Erindið virðist vera fornt og máske frum- legt í þessu kvæði, en sett hjer á rangan stað. I 105. er. (B) eru og 7 línur, síðasta línan endurtekin með afbrigði, 8. 1.: síns ens heila hugart síns ens svára sefa, og er hin siðari vafalaust óupprunaleg eins og F. J. álitur.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.