Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1918, Blaðsíða 10
10 af því, er áður var nefnt til, og enn má bæta tvennu við; í fyrsta lagi þvi, að talað er um tvær búðir á þessum þingstað, búð Ofeigs Járngerðarsonar, sem var þingmaður Guðmundar, og búð Guðmund- ar sjálfs; báðir áttu þeir vitanlega búð á Vaðlaþingi og er lítt hugsanlegt, að þeir hafi einnig átt búð á vorþingstöð Þingeyinga, þar sem þeir ekki voru i þingi, þótt þeir, eins og sagt var hjer áður, kæmu þar á þing er svo bar undir, að þeir veittu mönnum að málum. — í öðru lagi skal því bætt við, að sagt er í upphafi 11. kap. -að Guðmundur »setr dóminn ok býðr til varnar« hjer á þessu þingi. Á vorþingi Þingeyinga gat hann engan dóm sett, að því er sjeð verður af því, er um hann er kunnugt. Hjer kemur alt mætavel heim við það, sem sjálfsagt er að ætla, að málið fer fram á Vaðlaþingi, — alt nema frásögnin um þingreið Austfirðinganna, að því er Kálund virðist. Er þvísjálfsagt að rengja hana, ef hún verður ekki samrímd þessu. Skal hún nú athuguð nánar. Sagan segir: »Um sumarit búast þeir austan með sex tigu manna hvárir (þ. e. Þórkell í Krossavik og Þórsteinn Síðu-Hallsson), ok ríða til Jökulsár. — En þá vóru víða góð vöð á ánni«. — Hjer er sjálfsagt um Jökulsá á Fjalli að ræða. — »Þá mælti Þórkell: »Nú munu vér skipta liði váru; skal Þórsteinn ok vér fimm saman fara almannaveg vestr til þings, en flokkrinn allr annarr skal ríða fyrir ofan Mývatn til Króksdals ok Bleiksmýrardals, ok fyri neðan heiði««. — Almannavegurinn hefir sennilegast legið þá sem nú um á Grímsstöðum og Reykjahlíð, yfir Laxárdal ogReykjadal, umLjósa- vatnsskarð o. s. frv. Hvar flokkurinn allur annar hefir farið, er óvissara, þvi að leiðin »fyrir ofan Mývatn til Króksdals og Bleiks- mýrardals, ok fyrir neðan heiði«, verður ekki sjeð glögglega af þeirri tikögn til vegar. Króksdalur er í hávestur frá Möðrudal, en i milli eru fjöll og firnindi og Odáðahraun alt. Verður ekki ætlað, að fiokkurinn hafi farið svo sunnarlega nje sunnar en hjá Sellanda- fjalli og er það þó miklu norðar en Króksdalur, er mjög virðist vera úr færri leið. Hafi heir farið skamt fyrir ofan syðstu bæi í Mývatnssveit og stefnt þaðan til Bleiksmýrardals, verður það enn norðar og langt frá Króksdal. — Er þetta því óeðlilegt i frásögn- inni. I handritunum öllum nema einu, pappírshandriti frá 1715, stendur Krossdals, en svo sem Kálund hefir tekið fram (í Isl. Beskr. II, 153) þekkist enginn dalur með því nafni á þessum slóðum og mun hjer því um villu að ræða að því leyti. — Um þessar óbygðir nje þær, sem eru á milli Króksdals og Bleiksmýrardals, þekkist nú enginn vegur. Ur sunnanverðri Mývatnssveit liggur beinast við að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.