Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 26
30
Hvernig þetta hefir staðið af sér með Hafgrímsstaði liggur ekki
ljóst fyrir. Jörðin er þarna, að því er sýnast mætti, flokkuð með Lýt-
ingsstöðum, en prestsleigan þó ekki nema eins og algengast var að
bænhúsum, eða hálf mörk. En bænhús virðist ekki hafa verið þar,
með því að þau eru greind sér og á annan veg, enda fækkar þeim
ekkert í sókninni eftir að hálfkirkja er með vissu orðin að Hafgríms-
stöðum, en svo er samkvæmt næsta máldaga Mælifellskirkju, frá um
1360. En þá er prestsleigan orðin tvær merkur, og er svo úr því, en
bænhúsafjöldinn í sókninni hinn sami. Ég hygg því, að Hafgríms-
staðir séu með í tölu þeirra bæja, sem ljóstollum eiga að svara til
Mælifellskirkju á þessum tíma. Styðst það og við það, að á sama tíma
og prestur fer að taka tvær merkur af Hafgrímsstöðum, fyrir eða um
1360, þá fækkar tollskyldum bæjum til Mælifellskirkju um einn, eða
niður í sex, og er svo eftir það. Væri þetta rétt, ber aðeins að draga
Lýtingsstaði frá þarna, og er þá komin sama bæjatala og í máldag-
anum. — Hálfkirkja var enn uppistandandi að Hafgrímsstöðum
1713 og tíðir veittar þar þrisvar á ári.
Rétt er þó í þessu sambandi að vekja athygli á því, að jarðabókin
getur um tvær þrætuspildur í sókninni, og áttu þar að hafa verið forn
býli, og sáust menjar þeirra beggja. Var annað á milli Hamra og
Sölvaness og nefndist Dýrastaðir, en hitt á milli Hafgrímsstaða og
Merkigarðs og nefndist Hamarsgerði. Að þræta er um þessar skákir
á milli aðliggjandi jarða þar gæti bent til þess, að hér hefði verið um
sjálfstæð býli að ræða, en ekki hjáleigur, því að spilda, sem hjáleiga
stóð á, hlaut að vera vafalaus eign þeirrar jarðar, sem hún byggðist
úr, væri ekki annað ákveðið. En hér mun vera um svo lítil landsvæði
að ræða, að tæpast geta þetta hafa verið sjálfstæðar jarðir. Þó væru
Dýrastaðir líklegri, enda nafnið fornlegra en Hamarsgerði.
Einkennandi fyrir þessa sókn er bænhúsafjöldinn, eða nær því á
hverjum bæ. Jarðabókin getur fornra bænhúsa aðeins að Mælifellsá
og Hömrum. Hins vegar getur hún fornra bænhúsa á tveimur bæj-
um í Reykjasókn, að Álfgeirsvöllum og Skíðastöðum. Þeirra er að
engu getið í neinum Reykjakirkjumáldaga, og hafa þau þó naumast
verið reist eftir að dró að lokum 15. aldar.
1 bréfi frá 1463 er getið um ,,Meira-Vatn“ í Mælifellssókn í Skaga-
firði (Fbrs. V, 381). Vart getur verið um aðra jörð að ræða þar en
Yztavatn, sem metið var þriðjungi meira en hið Syðra. En þá hlýtur
það að vera villa, að jörðin væri í Mælifellssókn, því að fjórum árum
fyrr er Syðravatn selt og þá sagt vera í Reykjasókn, en sú jörð liggur
þó nær takmörkum Mælifellssóknar en hið Ytra (Fbrs. V, 193).