Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 30
34 lengsta lagi að Fossá, sem er á móti Stafni. Og austur yfir ána hefir það ekkert náð, utan Litluhlíðarland, en það er miklu norðar, eða á móts við Hof, og næst Bjarnastaðahlíðarlandi.1) Hefir það þó verið geysivíðlent, því að fjallabaki, meðfram Jökulsá vestari, hefir það náð litlu skemmra suður en austan fjallsins. Jarðirnar Gil, Þorljóts- staðir og Stafn hafa þannig verið innan eignarlands Hofsbónda, en utan heimalands Hofs, og því talizt lögbýli. Orðin „allar Hofsjarðir“ eiga sjálfsagt við lögbýlin aðeins, en ekki smábýli innan heimalands Hofs, en þau eru talin hafa verið ein fimm eða sex. Styðst það við það, að innan Lýtingsstaðalands hafa óefað á þessum tíma einnig verið smábýli einhver, og hefði þá eins mátt segja allar Lýtingsstaðajarðir, en svo er eigi. Lýtingsstaðaland var þá víðlent eins og þar tilgreind landamerki sýna, svo að nú eru þar fjórar jarðir, og hefir svo verið öldum saman. „Allar Hofsjarðir“ vísa og ennfremur til, að þar hafi verið um minnst þrjár jarðir að ræða. Þó var Gil undanskilið í sölunni, enda var sú jörð eign kirkjunnar að Hofi. Sunnan við Fossá taka við Lambatungur, allvíðáttumikið, frítt og grösugt land. Gamlar sagnir eru um, að þar hafi átt að vera tvö býli fyrr á öldum, og eru það ef til vill þær „tvennar girðingar“, sem Jarða- bókin getur um að sjáist, þar sem ræðir um Hof, en nafngreinir ekki. Talið er, að bæir þessir hafi nefnzt Tunga og Tungukot (sjá Þjóð- sögur ÓI. Davíðssonar I, 22). Glögglega markar enn fyrir einum bæjartóftum á Lambatungum. Miklu sunnar, nær innst í Vesturdal vestanverðum, var Hraunþúfuklaustur, staður sem nokkuð hefir verið ritað um nú í seinni tíð, og margir hafa því heyrt nefnt. Þarf ekki að efa, að þar hefir verið vel húsaður bær á þeirrar tíðar vísu, og lög- býlisjörð. Hafi þessir bæir verið byggðir 1377, sem efasamt verður að telja, þá hafa þeir verið með, er „allar Hofsjarðir“ voru seldar. Hins vegar er óvíst, að af þeim hafi nokkum tíma goldizt tollar til kirkjunnar að Hofi, því að væntanlega hefir „Klaustur" verið sjálfu sár nóg um kirkjuhald meðan það var uppi, og Lambatungubæirnir þá legið þangað, því það er skemmri leið en norður að Hofi. Ég hygg því, að aðeins Stafn komi til greina þarna sem þriðji bærinn. 1) Það er misskilningur í nafnaskrá Fornbrs., að Hlíð sú, sem nefnd er í ný- tilvitnuðu bréfi, sé Litlahlíð. Landamerkin, sem verið er að lýsa þar, eru óefað á milli Hofs og Bjarnastaðahlíðar, og því er þetta hin siðarnefnda Hlíð. Annars eru þessi landamerki dálitið torskilin, og Svartá sýnilega misritun þar fyrir Hofsá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.