Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 51
55 19.—20., 23.—25. og 27. september, og greiddi Þórður bóndi götu mína á margan hátt og sýndi öllu starfinu mikinn áhuga. Þegar ég kom á staðinn, voru hrossbein og mannabein dreifð út um allt norðanvert flagið. En greinileg merki sáust þess, að kuml það, sem beinin voru úr, hafði verið þar sem græni hóllinn hafði verið og hæst bar. Ég lét verða mitt fyrsta verk að safna saman öllum beinum og forngripum, sem unnt var að finna í flaginu, og rannsaka leifar þær, sem eftir voru af þessu kumli, er svo illa var leikið. Bein og haugfé var vel varðveitt, og hefði verið mikill fengur að geta rann- sakað kumlið óskemmt. 1. kuml. I þessu kumli hafði verið heygður roskinn karlmað- ur, að því er prófessor Jón Steffensen hefur ráðið af beinum hans. Þó að fátt væri óraskað í kumlinu, nægði það til að sýna horf og legu líksins að mestu. Um frágang kumlins verður hins vegar lítið sagt ann- að en það, að í því hafði ekki verið neitt grjót. Upphandleggsbein voru bæði óhreyfð og framhandleggsbein vinstri handleggs; enn fremur annar fótleggur og fótarbein og örfáir hryggjarliðir. Af þess- um leifum má ráða, að líkið hafi verið lagt á bakið, en þó hvílt meira á hægri hlið, svo að fætur hafa getað legið krepptir til þeirrar hliðar, og líklega hefur höfuðið einnig hvílt á hægri vanga, þó að ekkert væri óraskað af beinum þess. Líklegt er, að lega þessa líks hafi að öllu leyti verið hin sama og í 2. kumli, og jafnvel bendir allt til þess, að líkin í öllum gröfunum fjórum hafi verið lögð til því sem næst á þennan hátt. Hin mörgu hrossbein, sem í flaginu lágu, sýndu, að hestur hafði verið heygður með manni þessum. Hafði hesturinn verið lagður í fótaenda grafarinnar og svo nærri manninum, að sum fótabein hests- ins fundust óhreyfð inni á grafrými hans, framfótarleggur og nokkur smábein. Um legu hestsins verður annars ekkert sagt. Horf grafar- innar var það, að höfuð mannsins hafði verið í vesturenda og vissi upp í brekkuna, til fjalls. Haugfé hafði verið mikið í þessu kumli, en fátt af því fannst óhreyft. Verða hér fyrst taldir þeir hlutir, sem fundust hér og hvar í flaginu, síðan hinir, sem í kumlinu voru (2. mynd, allir hlutir frá Sílastöðum eru enn ótölusettir á safninu, en þeir komu þangað 1. 10. 1947): a. SverS, af M-gerð Jan Petersens, De norske vikingesverd, bls. 117, 98. mynd. Hjölt eru heil og meðalkafli, en af brandinum er ekki eftir nema 22,8 sm langur bútur og nokkur smábrot. Breidd brandsins er 5,3 sm. Fremra hjalt er 11,6 sm að 1., en eftra hjalt 8,4 sm. Lengd meðalkafla er 8,5 sm. Á honum eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.