Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 40
44 af þeim, hvort allar þessar jarðir hafa verið í stöðugri byggð á þessu tímabili eða ekki. Þannig skortir oss alla vitneskju um það fyrstu 50—60 árin eftir svartadauða. Og víst hafa þessar sóknir sloppið vel frá þeirri plágu, hafi engar lögbýlisjarðir þar farið í eyði í bili. Og ef til vill hefir ekki þurft svartadauða þar til. Drepsóttir og ógnarár riðu hér yfir á 14. öld auk svartadauða og síðari plágunnar. Má þar nefna krefðu- eða kynjaveturinn 1426, þegar ,,bæði varð aldeyða hross og sauðfé fyrir norðan land“ (Lögmannsannáll), bólusóttin mikla 1430 eða 1431, en þá varð ,,mikið mannfall um allt land, svo víða eyddust bæir“ (Setbergsannáll), „ódæmi og ógnanir af eldsgangi, sandfalli, öskumyrkrum og ógurlegum drunum“ um 1477, svo að fénaður þreifst ekki, þótt snjólaus væri jörð, og gerðu þá Eyfirðingar heit- bréf, ef létta mætti þessum voða við það (Fbrs. VI, 104—107). Sýnilegt er, að þarna hefir verið um að ræða mikið eldgos, sem eytt hefir jarðargróðri og eitrað, líkt og Skaftáreldar gerðu. Annálar geta þó ekki þessa goss. Fleira mætti og nefna, sem fer í þessa átt. Hér að framan hafa verið tilfærð rök, er sanna, að bæði Bústaðir og Skatastaðir voru í eyði um eitthvert skeið fyrir og eftir aldamótin 1500. Athyglisvert er og það, að um 1490 vantar bæði Ánastaði og Tunguháls á meðal þeirra jarða, sem taldar eru að liggi undir Goð- dalakirkju, og gátu þær þó ekki legið undir aðra, þar sem þetta eru næstu bæir við Goðdali. Tunguháls var eign kirkjunnar að Goðdöl- um og má vera, að hún hafi þá verið höfð með heimajörðinni og því ekki talin með. En skýringin á því, að Ánastaði vantar þarna, er naumast önnur en sú, að jörðin hafi verið í eyði þá. Er líkast því, að Skagafjarðardalir hafi af einhverjum ástæðum verið hart leiknir á síðari hluta 15. aldar, ef til vill á sama tíma og Eyfirðingar gerðu heitbréf sitt og af sömu orsökum, sem þar eru greindar.1) En hvað um það. Þó að einhverjar af þessum jörðum í framsókn- um Skagafjarðar, þeim sem hér hafa verið teknar til athugunar, kunni að hafa beðið eitthvert áfall í bili við fólksfækkunina, sem varð í svartadauða, þá hefir það ekki riðið þeim að fullu, né heldur fyrri eða síðari plágur, sem yfir hafa gengið, af hvaða toga sem þær voru spunnar. Þær héldu enn velli um 1700, að tveimur eða þremur undan- skildum, og svo er enn um langflestar þeirra. Ljóst er, að þessi athugun nær yfir of lítið svæði til að byggja megi á henni ályktun um örlög og sögu íslenzkra bæja og byggða almennt 1) Þess skal getið, að bæjatalið í Goðdalakirkjumáldaga Ólafs Rögnvalds- sonar virðist hafa verið gert fyrir 1475.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.