Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 24

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 24
28 þaðan til kirkjunnar. Nær undantekningarlaust er bæjatalan hin sama sem hey- og ljóstollunum lúka, og virðist eðlilegt að skýra það á þennan hátt. Nú verða athugaðar, með tilliti þessarar bæjatölu í máldögunum, sjö syðstu kirkjusóknirnar í Skagafirði eins og þær voru að fornu, en sóknarmörkin þar munu vera hin sömu nú og þau voru frá fyrstu tíð, að öðru leyti en því, að tvær þeirra eru nú horfnar inn í aðrar hér greindar sóknir. Verður leitazt við að samræma þá bæjatölu við tölu hinna sjálfstæðu jarða, sem í sóknum þessum voru, þegar jarðatalið var gert þarna árið 1713. Innan sviga er greint, hvenær og hvar jarð- arinnar finnst getið fyrst. Ef hjáleigur eða afbýli fylgdu jörðunum 1713, er þeirra getið sérstaklega. Þó eru aðeins tekin þau, sem í ábúð voru þá eða nýlega komin í auðn, en svo var um sum vegna stóru- bólu fyrir fimm eða sex árum, enda byggðust þau flest upp aftur síðar. Hins vegar er yfirleitt sleppt fornum eyðibýlum, sem Jarða- bókin getur um og ekki byggðust eftir það, enda lítið og oft ekkert vitað um utan nafnið eitt. 1. Reykir í Tungusveit. I Auðunarmáldaga segir svo: ,,Þar er prestskyld í landi. Tekur hann heima í leigu 4 merkur, í Dal 4 merkur. Af 10 bæjum lýsistollur og heytollur".1) Þá jarðatalið er gert, eru þessar sjálfstæðar bújarðir í sókninni, auk Reykja, en gengið er út frá því sem gefnu að kirkjustaðirnir sjálfir séu hvergi með í hinni tilgreindu bæjatölu máldaganna: 1. Kolgröf (1382, Fbrs. XII, 27), 2. Álfgeirsvellir (landnáms- jörð), 3. Yztavatn (1411, Fbrs. V, 4), 4. Syðstavatn (1411, Fbrs. V, 4), 5. Skíðastaðir (Sturlunga = Skíðastaðalaug), 6. Reykja- vellir (1446, Fbrs. IV, 701), 7. Daufá (1446, Fbrs. IV, 701), 8. Steinsstaðir (landnámsjörð), 9. Héraðsdalur (Sturlunga), 10. Litlidalur (1448, Fbrs. V, 25, nefndur þar Syðridalur), 11. Merkigarður (1311, Fbrs. II, 373, nefndur þar Merkigerðis- hamrar). I Héraðsdal hefir verið hálfkirkja til forna, og svo var enn þá jarða- talið var gert og tíðir veittar þar þrisvar á ári. En af jörðum þeim, sem hálfkirkjur voru á, sem viðurkenndar voru af biskupi, greiddust 1) Rithætti og tölum er hvarvetna breytt til nútíðarmáls og venju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.