Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 62
66 vegur 5,925 gr. Voru meÖ smáhlutunum hér á eftir, mitt á milli axarblaðsins og hnífsins. Mun þar hafa verið púss manns- ins. g. Járnhlutur, 4,7 sm langur, og virðist jaspis- eða tinnumoli vera festur í endann á honum. h. Jaspismoli, lítill og rauðleitur. i. Steinn, hálfglær (eitill eða holufylling). Til fóta manninum hafði verið heygður hestur og snéri lend að hon- um, svo sem þegar er sagt. Hann lá á hægri hlið, með afturfætur dregna fram og upp eins og mest mátti verða, hryggurinn sveigður í boga. Hryggjarliðirnir voru flestir gjörfúnir, en önnur bein sæmilega heilleg; þó voru hausbein afar fúin og tolldu ekki saman. Hjá hestin- um fundust leifar af reiðskap: j. Hringamél af venjulegri gerð, úr beizli, er verið hefur við hest- inn. k. 5 naglar úr söðli, lágu við herðakamb, og einn rónagli með tígulmyndaðri ró við vinstri hnútu. I. Gjarðarhringja, lá við hrygg, venjulegt hófhringjulag. Ekki fannst fleira, þótt leitað væri víða um flagið, og gerðar væru reynslugrafir, og er því lokið lýsingu fundarins á Sílastöðum. Hann er meðal merkustu fornleifafunda sinnar tegundar á landi hér, ekki sízt vegna þess hve mikið fannst þar á einum stað og hve vel karl- arnir hafa verið búnir vopnum. En íburðarlausar eru grafirnar samt. Þar eru engin fínheit og á öllu alþýðlegri blær en t. d. hinu glæsilega kumli frá Kaldárhöfða við Ulfljótsvatn. A Sílastaðamönnum mætti kalla traustan bóndabrag, en glæsibrag ekki. Trúlegt er, að allar þessar grafir séu frá 10. öld. Um aldursmun má aðeins drepa á, að 1. kuml mun að líkindum eldra en 4. kuml, en þessi tvö kuml eru sambærileg að vopnabúnaði. Sverðin og skjaldarbólurnar eru ljósustu vitnin um þennan aldursmun. í 1. kumli fara saman sverð af M-gerð og skjaldarbóla af Rygh 562, og í 4. kumli sverð af Q-gerð og skjaldarbóla af Rygh 563, og koma þessar samstæður vel heim við tímasetningu Jan Petersens, sem telur Q-gerð sverða yngri en M-gerð og skjaldarbólurnar Rygh 563 hinar allra yngstu frá víkingaöld. Sömuleiðis virðist mér, að stóra öxin úr 1. kumli sé meðal hinna eldri, sem fundizt hafa hér á landi. Ég tel, að 1. kuml muni vera frá fyrri hluta 10. aldar, en 4. kuml frá seinna hluta aldarinnar, eftir vopnunum að dæma. Telja má enn eitt atriði, sem bendir til að 4. kuml sé yngra en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.