Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 10
14 sennilega veriS tveir (eða fleiri) bæir, sem skammt var á milli, eins konar hjáleigur. 1 Reykholti eru rústir á tveimur stöðum (nr. 25 og 26 hér að framan) og er því sennilegt, að það séu Lóþrælarnir (sbr. Arb. ’97). Báðar þær rústir eru svo langt frá hvernum, að óhugsandi væri, að bæirnir hafi verið nefndir eftir reyknum, fjarlægðin er margir km, og sést hverinn frá hvorugum staðnum. Bæjarstæðin bæði eru við fjallið sunnanvert, en hverinn við norðurenda þess. Umhverfis Reykholt eru blásnir, sléttir melar og er varla mögulegt að bæjarrúst geti leynst þar. Fjallið sjálft er svo bratt, að ekki er líklegt, að bær hafi staðið uppi í hlíðunum, en þar eru víða grastorfur og nokkur jarðvegur. Á korti í Fg, bls. 12, er sýnd bæjarrúst norðvestan við Reykholt, en það hefur ekki við rök að styðjast. 28. Rústir í Fossárdal, vestan ár. Rústirnar eru í víðum slakka, sem skerst inn í undirhlíðar Fossöldu nokkru neðar en þar sem áin kemur fram úr gljúfrunum. Þær eru við læk, sem fell- ur úr hamragili í klettabrúnunum, ofan við bleika líparítskriðu. I gil- inu eru hvassir drangar, sem sjást vel tilsýndar. Br. J. (Árb. ’84—5, nr. 16) getur aðeins um fjósrúst og birtir uppdrátt af henni. Rústin er á moldarbing á innri lækjarbakkanum og er nú mjög úr lagi færð. Bæjarrústin er 30 m innar við brekku- rætur, en þaðan er aflíðandi halli niður að Fossáreyrum. Þessi rúst virðist að mestu óhögguð, enda sennilega nýblásin upp. Hún er a. m. k. 30 m löng. Vestan við lækinn, um 150 m ofar en fjósrústin, eru óljósar byggingarleifar á melbrún, og er mikið grjót hrunið niður í brekkuna. Á vestri lækjarbakkanum, neðan til á móts við fjósið, er grjótþúst, sem gæti verið leifar af húsi. Beint upp af bæjarrústinni og innan við lækinn eru nýlegar tóftir í fögru graslendi neðst í hlíð Fossöldu og sjást langt að. Voru þar reist tvö sambyggð hús skömmu eftir síðustu aldamót að undirlagi franska ræðismannsins í Reykja- vík. í daglegu tali eru tóftir þessar kallaðar Frönsku húsin. 29. Rúst í Fossárdal, austan ár. Á grýttum moldar- rana, er myndast milli lækjargils og Fossáreyra, er forn rúst. Nú er bílabraut upp ranann og yfir rústina, enda naumast fært annars staðar upp af eyrunum. Sunnan við rana þennan eru eyrarnar breiðar, en snarmjókka hér. Rústin er litlu innar en á móts við tóftirnar vestan ár. Greina má m. a. grjótvegg a. m. k. 17 m langan og öskuhrúgu hjá, mikið af smiðjugjalli. Ofan og vestan við þetta er önnur ösku- hrúga, og litlu neðar en aðaltóftin eldstæði með hellum, reistum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.