Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 25
29 ekki tollar til aðalkirkjunnar, heldur lukust heima þar. Að Héraðsdal frádregnum verða bæirnir tíu, og því sama tala og í máldaganum. I lok 14. aldar eru bæirnir ekki orðnir nema níu, og svo var enn á síðari hluta hinnar 15. Verður ekki vitað, hver þeirra hefir heltst úr lestinni. Einna líklegust þætti mér þó Kolgröf vera. Sú jörð er gefin Akrakirkju í Blönduhlíð árið 1382, smájörð talin, og nefnd Gröf. En eftir tilgreindri afstöðu hennar til annarra jarða, þá getur ekki verið um aðra að ræða en Kolgröf. Akrakirkja átti þá fyrir mikil ítök í Kriddhóli, sem þá hét Gegnishóll, svo sem beit fyrir 100 fjár og hús yfir það, sem og húsnæði fyrir þau hjú, sem gættu fjárins, selför til fjalla þar og geldfjárrekstur á Tjarnargil. Má vel vera, að þetta hafi orsakað það, að tollskylda Kolgrafar til Reykjakirkju hafi fallið nið- ur, eða að jörðin hafi farið í eyði um sinn. Kæmi það vel heim við þann tíma, sem fækkun jarðanna verður á í sókninni. Hjáleigur 1713: Með nr. 3 Miðvatn, með nr. 5 Brekkukot og Gil- kot, með nr. 9 Stapi og Olduhryggur, sem er í Goðdalasókn, með nr. 10 Litladalskot, og með Reykjum Vindheimar. Jörðin Steins- staðir skiptist og í tvær jarðir um eitt skeið, og svo var 1713. Reykja er fyrst getið í Sturlungu. 2. Mœlifell. I Auðunarmáldaga segir: ,,Þar er tveggja presta skyld. Tekur heimaprestur utangarðs af 4 bænhúsum 2 merkur. En annar prestur tekur af Lýtingsstöðum 4 merkur, hálf mörk af Hafgrímsstöðum, af tveimur bænhúsum mörk. Af 7 bæjum lýsistollur og heytollur“. Þá jarðatalið er gert eru sjálfstæðar bújarðir í sókninni þessar: 1. Mælifellsá (1391, Fbrs. III, 457), 2. Nautabú (1391, Fbrs. III, 457), 3. Starrastaðir (1318, FJ?þ|s. II, 465), 4. Hamrar (1458, Fbrs. V, 162), 5. Lýtingsstaðir (Sturlunga), 6. Þorsteinsstaðir (1457, Fbrs. VII, 8), 7. Brúnastaðir (1318, Fbrs. II, 465), 8. Haf- grímsstaðir (1318, Fbrs. II, 465). Að Lýtingsstöðum hefir tvímælalaust verið hálfkirkja. Algengast var þó, að prestur tæki tvær merkur af þeim, en þarna eru þær fjórar, eða eins og að alkirkju. Og svo var að vísu einnig um Héraðsdal. Verður það að liggja á milli hluta, hvernig á þessu hefir staðið. Hálf- kirkja var enn að Lýtingsstöðum 1713, og tíðir veittar þar þrisvar á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.