Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 25

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Side 25
29 ekki tollar til aðalkirkjunnar, heldur lukust heima þar. Að Héraðsdal frádregnum verða bæirnir tíu, og því sama tala og í máldaganum. I lok 14. aldar eru bæirnir ekki orðnir nema níu, og svo var enn á síðari hluta hinnar 15. Verður ekki vitað, hver þeirra hefir heltst úr lestinni. Einna líklegust þætti mér þó Kolgröf vera. Sú jörð er gefin Akrakirkju í Blönduhlíð árið 1382, smájörð talin, og nefnd Gröf. En eftir tilgreindri afstöðu hennar til annarra jarða, þá getur ekki verið um aðra að ræða en Kolgröf. Akrakirkja átti þá fyrir mikil ítök í Kriddhóli, sem þá hét Gegnishóll, svo sem beit fyrir 100 fjár og hús yfir það, sem og húsnæði fyrir þau hjú, sem gættu fjárins, selför til fjalla þar og geldfjárrekstur á Tjarnargil. Má vel vera, að þetta hafi orsakað það, að tollskylda Kolgrafar til Reykjakirkju hafi fallið nið- ur, eða að jörðin hafi farið í eyði um sinn. Kæmi það vel heim við þann tíma, sem fækkun jarðanna verður á í sókninni. Hjáleigur 1713: Með nr. 3 Miðvatn, með nr. 5 Brekkukot og Gil- kot, með nr. 9 Stapi og Olduhryggur, sem er í Goðdalasókn, með nr. 10 Litladalskot, og með Reykjum Vindheimar. Jörðin Steins- staðir skiptist og í tvær jarðir um eitt skeið, og svo var 1713. Reykja er fyrst getið í Sturlungu. 2. Mœlifell. I Auðunarmáldaga segir: ,,Þar er tveggja presta skyld. Tekur heimaprestur utangarðs af 4 bænhúsum 2 merkur. En annar prestur tekur af Lýtingsstöðum 4 merkur, hálf mörk af Hafgrímsstöðum, af tveimur bænhúsum mörk. Af 7 bæjum lýsistollur og heytollur“. Þá jarðatalið er gert eru sjálfstæðar bújarðir í sókninni þessar: 1. Mælifellsá (1391, Fbrs. III, 457), 2. Nautabú (1391, Fbrs. III, 457), 3. Starrastaðir (1318, FJ?þ|s. II, 465), 4. Hamrar (1458, Fbrs. V, 162), 5. Lýtingsstaðir (Sturlunga), 6. Þorsteinsstaðir (1457, Fbrs. VII, 8), 7. Brúnastaðir (1318, Fbrs. II, 465), 8. Haf- grímsstaðir (1318, Fbrs. II, 465). Að Lýtingsstöðum hefir tvímælalaust verið hálfkirkja. Algengast var þó, að prestur tæki tvær merkur af þeim, en þarna eru þær fjórar, eða eins og að alkirkju. Og svo var að vísu einnig um Héraðsdal. Verður það að liggja á milli hluta, hvernig á þessu hefir staðið. Hálf- kirkja var enn að Lýtingsstöðum 1713, og tíðir veittar þar þrisvar á ári.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.