Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Blaðsíða 8
12 norðaustur úr henni. Kvosin opnast út á lága sandsléttu í stefnu á Skeljafell. í brattanum undir klettabrúninni eru rústir, mjög aflagaðar af vatnsrennsli, á 40 til 50 metra löngum kafla. Syðst skagar rúst fram í kvosina, 7 X 2 m að stærð, og er í henni mikið af rauðablásturs- gjalli. Ekki sést þessi rúst frá hákolli Sölmundarholts, en stefnan frá honum miðjum í Sámsstaðaklif liggur yfir hana. 22. Þórðarholt heitir stakt holt, blásið, norður af Sölmundar- holti og er skarð á milli. Norðan við skarðið er sandbrekka sunnan í Þórðarholti, en klettanibbur eru efst í brúninni. Tveir litlir kletta- hraukar eru ofarlega í brekkunni. Uppi við brúnina eru leifar af mannvirki. Þaðan að sjá er eystri hraukurinn í stefnu á hæsta koll Söl- mundarholts, og er rústin 40 m ofan við hraukinn. Þarna hafa fundizt m. a. fáein brýni og rauðagjall, sem bendir til að þetta sé ekki leifar af dys. í Árb. ’84—5, bls. 42 segir um Þórðarholt: ,,Þar eru dys frá heiðni, uppblásin, og sáust til skamms tíma leifar af manna, hesta og hundabeinum“. Tvennt virðist til um þetta: Dysjarnar eru annars staðar og nú óþekktar eða það er misskilningur að mannvirkið, sem Br. J. talar um, séu dysjar. 23. S andártunga. (Nafnið er þannig í Jb. Brynjúlfur Jóns- son notar nafnið Sandatunga. I Fbrs. II, 867 koma bæði nöfnin fyrir á sömu blaðsíðu, sitt í hvoru bréfi.) Rústirnar eru við hraunjaðarinn austast í viki því, sem gengur upp frá Þjórsá næst austan við Sölmundarholt. Mest ber þar á fjórum há- um rústabungum, en þar eru leifar af fleiri byggingum. Nánar Árb. ’84—5, nr. 24. Rústin var grafin upp á vegum Þjóðminjasafnsins 1949, og er skýrsla um uppgröftinn, ásamt uppdráttum og ljósmynd- um, birt í Árb. 1949—50, bls. 108—118. 24. I júlímánuði 1942 fann Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, bæj arrúst á vesturbakka F o s sár, uppi á brúninni norðan við vikið, sem er gegnt mynni lækjarins, sem fellur úr Sámsstaðaklifi. I þessu viki er Búrfellsvað á Fossá. Rústin er tæpt á brúninni, fáa faðma vestan við klettahöfða, sem gengur í áttina að Fossá. Verið getur, að nokkur hluti rústarinnar sé enn hulinn mold. Hér er aðeins lítilfjörleg grjótdreif, sem engin lögun sést á, steðjasteinn með ryð- brák, brotinn kvarnarsteinn úr sandsteini, gjall og beinarusl. Auk þess fann Hákon hér snældusnúð úr steini og litla járnbúta. Síðar hefur fundizt hér fleira smádót. Smáhlutir þessir eru nú í Þjms. Moldarrennsli eyðir rústinni stöðugt, og vel getur farið svo, að hún hverfi með öllu að fáum árum liðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.