Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1954, Page 8
12 norðaustur úr henni. Kvosin opnast út á lága sandsléttu í stefnu á Skeljafell. í brattanum undir klettabrúninni eru rústir, mjög aflagaðar af vatnsrennsli, á 40 til 50 metra löngum kafla. Syðst skagar rúst fram í kvosina, 7 X 2 m að stærð, og er í henni mikið af rauðablásturs- gjalli. Ekki sést þessi rúst frá hákolli Sölmundarholts, en stefnan frá honum miðjum í Sámsstaðaklif liggur yfir hana. 22. Þórðarholt heitir stakt holt, blásið, norður af Sölmundar- holti og er skarð á milli. Norðan við skarðið er sandbrekka sunnan í Þórðarholti, en klettanibbur eru efst í brúninni. Tveir litlir kletta- hraukar eru ofarlega í brekkunni. Uppi við brúnina eru leifar af mannvirki. Þaðan að sjá er eystri hraukurinn í stefnu á hæsta koll Söl- mundarholts, og er rústin 40 m ofan við hraukinn. Þarna hafa fundizt m. a. fáein brýni og rauðagjall, sem bendir til að þetta sé ekki leifar af dys. í Árb. ’84—5, bls. 42 segir um Þórðarholt: ,,Þar eru dys frá heiðni, uppblásin, og sáust til skamms tíma leifar af manna, hesta og hundabeinum“. Tvennt virðist til um þetta: Dysjarnar eru annars staðar og nú óþekktar eða það er misskilningur að mannvirkið, sem Br. J. talar um, séu dysjar. 23. S andártunga. (Nafnið er þannig í Jb. Brynjúlfur Jóns- son notar nafnið Sandatunga. I Fbrs. II, 867 koma bæði nöfnin fyrir á sömu blaðsíðu, sitt í hvoru bréfi.) Rústirnar eru við hraunjaðarinn austast í viki því, sem gengur upp frá Þjórsá næst austan við Sölmundarholt. Mest ber þar á fjórum há- um rústabungum, en þar eru leifar af fleiri byggingum. Nánar Árb. ’84—5, nr. 24. Rústin var grafin upp á vegum Þjóðminjasafnsins 1949, og er skýrsla um uppgröftinn, ásamt uppdráttum og ljósmynd- um, birt í Árb. 1949—50, bls. 108—118. 24. I júlímánuði 1942 fann Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, bæj arrúst á vesturbakka F o s sár, uppi á brúninni norðan við vikið, sem er gegnt mynni lækjarins, sem fellur úr Sámsstaðaklifi. I þessu viki er Búrfellsvað á Fossá. Rústin er tæpt á brúninni, fáa faðma vestan við klettahöfða, sem gengur í áttina að Fossá. Verið getur, að nokkur hluti rústarinnar sé enn hulinn mold. Hér er aðeins lítilfjörleg grjótdreif, sem engin lögun sést á, steðjasteinn með ryð- brák, brotinn kvarnarsteinn úr sandsteini, gjall og beinarusl. Auk þess fann Hákon hér snældusnúð úr steini og litla járnbúta. Síðar hefur fundizt hér fleira smádót. Smáhlutir þessir eru nú í Þjms. Moldarrennsli eyðir rústinni stöðugt, og vel getur farið svo, að hún hverfi með öllu að fáum árum liðnum.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.