Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 1
KRISTJÁN ELDJÁRN
UPPRIFJUN OR HUNDRAÐ ÁRA SÖGU
FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að þessu sinni er Árbók hins íslenzka fornleifafélags helguð aldar-
afmæli félagsins. Þykir því vel á fara að byrja þennan árgang
með upprifjun um stofnun þess og starf og minnast þeirra manna
sem helst koma við sögu þess. Heimildir eru að langmestu leyti sam-
ankomnar í fundargerðabók félagsins, sem í eru allar fundargerðir
frá upphafi og fram á þennan dag. Auk þess eru frásagnir af félags-
starfinu jafnan birtar í Árbók. Verður hér stuðst við þessar heimildir
og aðeins óverulega út fyrir þær leitað fanga. Má því vel vera að ein-
hversstaðar leynist fróðleiksmolar um starf félagsins, sem réttast
hefði verið að tína til hár. Verður nú að skeika að sköpuðu um þetta,
en víst er að þessi upprifjun gerir málinu engin fullnaðarskil.
Stofnun Fornleifafélagsins.
Valdimar Ásmundsson segir í minningargrein um Sigurð Vigfús-
son gullsmið og fornfræðing og forstöðumann Forngripasafnsins,
að Fornleifafélagið eigi tilveru sína að mestu leyti honum að þakka,
því að hann hafi verið fyrsti hvatamaður að stofnun þess og lífið og
sálin í því frá upphafi (Árbók 1888—92, bls. III). Með Sigurði nefnir
hann svo Willard Fiske prófessor og Matthías Jochumsson skáld.
Segir Valdimar að þeir hafi verið saman á Þingvelli sumarið 1879,
Sigurður og Fiske, og margt rætt um staðinn og nauðsyn þess að
gera þar rannsóknir, ekki síst til að ganga úr skugga um hvar Lög-
berg hið forna hafi verið. Hins vegar hafi það verið séra Matthías sem
lagt hafi til að stofna félag í þessu skyni. Sá heiður verður ekki af
honum hafður, þótt hann kæmi annars ekki ýkja mikið við sögu
félagsins þegar frá leið. En í húsi hans í Reykjavík var fyrsti fundur
um málefnið haldinn hinn 15. október 1879.
Fróðlegt er að sjá hvaða menn það voru sem forgöngumennirnir
kölluðu saman til þessa fundar. Þeir voru, tekið beint upp úr
f undargerðabókinni: