Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Síða 2
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Árni Thorsteinsson landfógeti
Bergur Thorberg amtmaður
Björn Olsen skólakennari
Carpenter, W.H. málfræðingur frá Utica N.Y. í Bandafylkjunum
Eiríkur Briem prófastur
Fiske, Willard, prófessor við Comell háskóla
Indriði Einarsson cand. politices
Jón Árnason bókavörður
Jón Hjaltalín landlæknir
Jón Þorkelsson rektor.
Magnús Stephensen yfirdómari
Matthías Jochumsson ritstjóri
Reeves, Arthur, frá Cornell háskóla
Sigurður Vigfússon gullsmiður
Svo er að sjá af fundargerðinni að stofnun félagsins hafi raunar
verið fullráðin þegar til fundarins var boðað, því að þessir menn
fóru undireins að ræða um ætlunarverk þess sem sjálfsagðan hlut.
Á fundinum gerðist ekki annað en það, að menn komu sér saman um
að ekki skyldi binda sig eingöngu við Þingvöll, heldur skyldi verk-
efni félagsins vera almennara eðlis. Síðan var kosin þriggja manna
nefnd til að semja félaginu lög eða frumvarp til laga og völdust til
þess Sigurður Vigfússon, Árni Thorsteinsson og Jón Þorkelsson. Auð-
séð er á öllu að Sigurður hefur mest látið til sín taka á þessum
fyrsta fundi, en ekki verður annað sagt en að lið hans væri mikils
háttar, vaiinn maður í hverju rúmi.
Annar undirbúningsfundur var haldinn á heimili Árna Thorsteins-
sonar 5. nóvember. Fundinn sátu sömu menn og áður, að undan-
teknum nokkrum sem farnir voru af landinu. Laganefndin lagði fram
frumvarp sitt og var það samþykkt sem slíkt með fáum breytingum.
Var þess að vænta, því að lögin eru ítarleg og sýnilegt að ekki var
kastað til þeirra höndum. Yfirskrift frumvarpsins er „Lög hins
íslenzka fornleifafélags“, og sést þar nafn hins nýja félags í fyrsta
sinn. Má gera ráð fyrir að laganefndin hafi valið félaginu nafn, en
ekki kemur fram, undan hvers rifjum það er runnið.
Á þessum sama fundi var svo ákveðið að menn skyldu velja sér
fleiri menn til að setja félagið á stofn og stofnfundur ákveðinn.
Árni Thorsteinsson var valinn til að stýra honum.
Stofnfundurinn var haldinn í Prestaskólanum hinn 8. nóvember,
og er það með réttu afmælisdagur Fornleifafélagsins. Á fundinum