Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 3
UPPRIFJUN ÚR HUNDRAÐ ÁRA SÖGU FORNLEIFAFÉLAGSINS
9
var lagafrumvarpið rætt og síðan samþykkt og embættismenn kosnir
í samræmi við fyrirmæli laganna. Fyrsti formaður (eða forseti eins
og þeir nefndu hann fyrst í stað) var kosinn Árni Thorsteinsson land-
fógeti, skrifari Indriði Einarsson, féhirðir Magnús Stephensen. I
fulltrúaráð voru kosnir Sigurður Vigfússon, -Jón Þorkelsson, Magnús
Stephensen, Jón Árnason, Bergur Thorberg og Björn M. Ólsen. Vara-
formaðnr var Sigurður Vigfússon, varaskrifari Helgi E. Helgesen,
varaféhirðir Sigurður Melsteð. Endurskoðunarmenn voru Halldór
Guðmundsson og Bergur Thorberg.
Eru þá upp taldir allir þeir ágætu menn sem héldu í hönd hins nýja
félags, sem hóf göngu sína 8. nóvember 1879.
Lög félagsins og stefnuskrá.
Lög Fornleifafélagsins frá 1879 eru ítarleg og vel unnin. Fyrsta
grein þeirra er jafnframt stefnuskrá félagsins, samin í dálitlu rit-
gerðarformi og á það skilið að hún birtist hér í heilu lagi:
,,Tilgangr félagsins er að vernda fornleifar vorar, leiða þær í ljós,
og auka þekking á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra.
Félag vort starfar að því, að þær fomleifar og mannvirki, sem enn
kunna að finnast á Islandi og eigi verða flutt á forngripasafnið, nái
vernd og þeim haldið við, eftir því sem bezt má verða, hvort sem er
með lögum, er félagið mun reyna að fá framgengt, eða öðrum ráð-
stöfunum.
Enn fremr starfar félag vort að því, að leiða fomleifar í ljós, og
mun þetta verða gjört á sem tiyggilegastan hátt, bæði til þess að
stöðvar þær, er rannsakaðar verða, eigi raskist, að fundnum munum
verði haldið saman óskertum, og að ekkert það verði hulið eða ókunn-
ugt, sem við fundinn gæti aukið kunnáttu manna á fornum hlutum.
Þannig mun félagið láta rannsaka vísindalega hinn foma alþingis-
stað vorn á Þingvelii, í fyrsta lagi lögberg, til þess að ganga úr
skugga um' vafa þann, sem um það er vakinn, svo og leifar af búð-
um og öðrum mannvirkjum, sem þar kunna að vera eftir, enn fremr
staði þá, er hof hafa verið á eða þing haldin, hauga, gömul virki o. fl.
Ætlunarverk félagsins er og að auka kunnáttu þjóðar vorrar með
því að fræða almenning um fornleifar og sögulega þýðing þeirra. Fé-
lagið heldr því til forngripasafnsins öllum þeim munum, er geta
haft þýðing fyrir sögu vora og lífernisháttu á hinum liðna tíma,
þannig að menn með safni þessu geti, að því leyti sem frekast má