Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Blaðsíða 5
UPPRIFJUN ÚR HUNDRAÐ ÁRA SÖGU FORNLEIFAFÉLAGSINS
11
sérprentuð. Var þar sitthvað smálegt fært til heppilegri vegar
miðað við nýjar aðstæður, en einnig var fyrsta greinin, sem áður var
til vitnað og kalla má stefnuskrá félagsins, felld niður í sínu upp-
haflega formi og önnur miklu styttri sett í hennar stað. Hefur
mönnum sjálfsagt fundist þessi langa grein, svo góð sem hún þó
var, eiga illa heima í félagslögum.
Þessi endurskoðuðu félagslög frá 1919 eru enn í gildi, óbreytt
með öllu, enda verður þess ekki vart að neinar tillögur hafi komið
fram til breytinga á þeim. Sannleikurinn er þó sá að þessi 60 ára
gömlu lög eru orðin mjög úrelt og í þeim eru ýmis ákvæði sem ýmist
er ekkert gert til að framfylgja eða þau eru brotin, eins og til
dæmis ákvæðið um félagsgjöld. Væri trúlega full ástæða til að láta
verða af því að endurskoða þessi gömlu lög rækilega með tilliti
til breyttra aðstæðna á ýmsan hátt.
Stjóm félagsins og fundahöld.
Embættismannakerfi félagsins er enn óbreytt frá því sem var í
upphafi, sömuleiðis kosningafyrirkomulag til embættanna. Formaður,
skrifari og féhirðir eru kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn, sömu-
leiðis endurskoðunarmenn, en í sex manna fulltrúaráð eru menn
kosnir til fjögurra ára í senn, þrír og þrír á tveggja ára fresti. Eins
og vænta má er hlutur formannsins að stjórn félagsins langtum
mestur, og lögin mæla bsinlínis svo fyrir að skrifari og féhirðir eigi
ekki aðra hlutdeild í stjórn þess en þá sem felst í embættistitlum
þeirra. Samkvæmt lögunum eru fulltrúarnir áhrifameiri um ákvarð-
anir, eins og 7. grein er skýrast vitni um:
„Formaður stjórnar öllum framkvæmdum og athöfnum félagsins
eftir tillögum fulltrúaráðsins, er hann kallar á fund, þá er honum
þykir þörf til bera eða fulltrúi æskir þess.“
Síðan segir að fyrir hvern aðalfund skuli formaður eiga fund með
fulltrúaráðinu og ræða og undirbúa þau mál sem fyrir aðalfundinn
eigi að koma. Þessi undirbúningur var ekki síst mikilvægt hlutverk
fulltrúaráðsins.
Lengi vel framan af var sæmilega farið eftir þeim reglum sem
stjórn félagsins átti að vinna eftir. Haldnir voru fundir í fulltrúaráði
eftir þörfum og áhuga, og urðu þeir oft 2—4 á ári, einn þeirra ætíð
undirbúningsfundur undir aðalfundinn, en hinir til að ræða ýmis við-
fangsefni félagsins á hverjum tíma. En upp úr aldamótunum dofnar
greinilega yfir fulltrúaráðsfundunum og verður að heita má föst