Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 8
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1881: 210 félagar
1885: 251 félagi
1892: 244 félagar
1899: 136 félagar
1909: 112 félagar
1919: 175 félagar
1929: 201 félagi
1939: 185 félagar
1950: 282 félagar
1960: 446 félagar
1970: 644 félagar
1979: 695 félagar
Hér við bætast svo nokkuð á annað hundrað svonefndir skipta-
félagar, en það eru einkum söfn og háskóiar víða um lönd og fá
senda Árbók félagsins í skiptum fyrir rit sín sem nú hafa lengi verið
látin ganga til bókasafns Þjóðminjasafnsins.
Svo sem sjá má voru félagarnir býsna margir á fyrstu árunum,
en á síðasta áratug 19. aldar fækkaði þeim mikið. Ástæðan var eink-
um vanskil félagsmanna, sem urðu til þess að stjórnin sá sig til-
neydda að strika fjölda manna út af félagaskrá, eftir að þeir höfðu
ekki hirt um að greiða gjöld sín árum saman. Félagatalan komst
ótrúlega langt niður og náði sér ekki upp fyrr en á árunum 1940—50,
einkum þegar Árbók fór aftur að koma út eftir að hún hafði legið
niðri um nokkurra ára skeið sökum dýrtíðarinnar og fátæktar fé-
lagsins. Síðan hefur félagatalan aukist hægt og bítandi og miðar
alltaf í rétta átt. En erfðasynd félagsins, vanskilin, er því miður
ekki úr sögunni. Á undanförnum árum hefur verið gripið til þess
ráðs að strika menn út þegar þeir hafa hirt Árbók án þess að borga
árum saman, en mjög hefur þó verið farið varlega í þessar sakir. En
leitt er að þurfa að segja frá því að á þessu afmælisári félagsins
hefur 131 tekið við Árbók án þess að gera skil við félagið, á móti
555 sem staðið hafa við sínar skuldbindingar. Þetta er plága á
félaginu og torveldar mj ög útgáfu Árbókar. Það væri góð afmælisgj öf
til félagsins ef félagsmenn vildu svo vel gera að greiða félaginu það
væga gjald sem það setur upp fyrir að vera í félaginu og fá vandaða
og dýra Árbók þess. Það er einlæg bón til þeirra félaga sem þessi
orð lesa, að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum ef þeir gera sér
ljóst að þeir standi í óbættri sök við félagið — eða segi til ef þeir vilja
ekki lengur vera í félaginu.
Rannsóknir.
1 fyrstu grein félagslaganna frá 1879, sem hér hefur verið köll-
uð stefnuskrá Fornleifafélagsins, kemur vel fram það tvíþætta
hlutverk sem það ætlar sér, annarsvegar að kanna og rannsaka eftir