Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 10
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Að Sigurði Vigfússyni látnum réð félagið Brynjúlf Jónsson frá
Minnanúpi í þjónustu sína til að halda sumarferðum hans áfram. Var
hann félaginu áður að góðu kunnur, þar sem hann hafði birt merkar
ritgerðir í Árbók. Fór Brynjúlfur fyrstu ferð sína sumarið 1893 og
hélt síðan áfram á vegum félagsins í 14 ár. Hafði hann mjög sama
háttinn á og Sigurður, tók fyrir hvern landshlutann á fætur öðrum.
Þetta voru sögulegar staðfræðikannanir, en enga uppgrefti gerði
Brynjúifur, sem ekki var von þar sem hann var bæklaður maður, þótt
hann væri þrautseigur við ferðalögin. Fer hér á eftir yfirlit yfir
ferðir Brynjúlfs í þágu félagsins:
1893: Árnes-, Rangárvalla- og Skaftafellssýslur.
1894: Húnavatnssýslur.
1895: Afréttir í Árnessýslu. Eyðibyggðir í Mýrasýslu.
1896: Mýra- Hnappadals- og Snæfellssýslur.
1897: Rangárvallasýsla nokkuð, enn fremur með D. Bruun um
Árnessýslu, en Bruun hafði óskað eftir samvinnu við Fom-
leifaféiagið .
1898: Barðastrandarsýsla, einkum Berufjörður og Þorskafjarðar-
þingstaður, í samvinnu við D. Bruun.
1899: Rangárvallasýsla og kringum Snæfellsnes.
1900: Þingeyjarsýsla, einkum fornminjar í Hörgsdal.
1901: Rangárþing á ný.
1902: Reykjanesskagi.
1903: Mýrasýsla.
1904: Árnesþing enn.
1905: Suður-Þingeyjarsýsla aftur og víðar um Norðurland.
1906: Vestmannaeyjar og Þórsmörk.
1907: Gullbringu- og Kjósarsýsla, Mýra- Borgarfjarðar- og
Hnappadalssýslur.
1909: Vestur-Skaftafellssýsla.
Eins og áður er þessi upptalning í mjög grófum dráttum og ekki
heldur svo að skilja að Brynjúlfur gjörkannaði svæði þau sem nefnd
eru. En sama hátt hafði hann á og Sigurður, að rannsóknarskýrslur
hans birtust jafnt og þétt í Árbók og voru lengi uppistaðan í ritinu.
Er það raunar aðdáunarvert hverju þessir tveir áhugasömu menn
komu til leiðar, ekki síst þegar þess er gætt, að kaup þeirra hjá Forn-
leifaféiaginu hlaut að vera lítið, sökum þess að það hafði úr litlu að
spila. Engu að síður vjru það þó þeir fjármunir sem gerðu það