Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Page 11
UPPRIFJUN ÚR KUNDRAÐ ÁRA SÖGU FORNLEIFAFÉLAGSINS
17
kleift að ferðirnar voru farnar, og- verður ekki annað sagt en að sögu-
ieg staðfræði og minjafræði eigi þessum mönnum mikið að þakka,
svo og því félagi sem að baki þeim stóð. Bent skal á að ágætt yfirlit
um fornfræðistörf Brynjúlfs Jónssonar hefur Matthías Þórðarson
skrifað og birt í Árbók 1915.
Geta bei þess hér að Björn M. Ólsen fór merka könnunarferð til
Vestfjarða 1884, en ekki verður séð að félagið hafi kostað hana þótt
það nyti góðs af og rannsóknarskýrsla birtist í Árbók.
1 frásögur er færandi að einni raunverulegri fornleifarannsókn
beitti Fornleifafélagið sér fyrir, en það var rannsókn á fornminjum
sem fundust í Hörgsdal í Mývatnssveit. Rannsóknina gerðu þeir Björn
M. Ólsen og Daniel Bruun fyrir félagið sumarið 1902 og birtu um
hana ritgerð í Árbók 1903. Töldu þeir sig með miklum líkum hafa
fundið blótstað frá heiðnum tíma, hörg.
1 aðaifundargerð félagsins 25. nóv. 1909 er svohljóðandi bókun:
,,Forseti skýrði þá frá því ráði að greiða ritlaun, enda nú aðal-
starf félagsins að gefa út Árbókina og vanda sem best til hennar, en
burt falla skýrslur um rannsóknarferðir."
Þetta er merkilegt, því að hér stendur félagið á tímamótum. Fom-
leifalög höfðu verið samþykkt á Alþingi árið 1907. Með þeim var
stofnað embætti fornminjavarðar og honum ætlað að líta eftir forn-
minjum og rannsaka þær. Var þá litið svo á að þetta gamla hlutverk
Fornleifafélagsins væri komið á aðrar hendur, enda féllu rann-
sóknarferðir á þess vegum með öllu niður héðan í frá.
Fyrirlestrar.
I 1. gr. félagslaganna segir að félagið eigi að „sjá um að haldnir
verði á hverju ári að minnsta kosti tveir fyrirlestrar urn foma
fræði og skal ávallt annan þeirra halda á ársdegi félagsins hinn 2.
ágústmánaðar.“
Fyrírlestrahald þetta átti bæði að vera almennir opinberir fyrir-
lestrar og fyrir félagsmenn á ársfundi eða aðalfundi félagsins. Á
fyrsta aðalfundinum 1880 skýrði Sigurður Vigfússon frá rannsókn-
um sínum á Þingvelli, en auk þess voru honum og Birni M. Ólsen
þakkaðir fyrirlestrar þeirra, sem hefðu átt góðan þátt í að vekja
athygli á félaginu. Var með þessu átt við þrjá fyrirlestra sem Sig-
urður hafði haldið um Þingvöll og tvo sem Björn hafði haldið um
málfræði og uppruna íslenskrar tungu. Segir að fyrirlestrar þessir
hafi verið vel sóttir.
2