Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1979, Side 13
UPPRIFJUN ÚR HUNDRAÐ ÁRA SÖGU FORNLEIFAFÉLAGSINS
19
merki Sigurðar Vigfússonar, og vel gefist, enda ætlunin að láta
ekki aftur niður falla.
Ömefnasöfnun.
Fornleifafélagið hafði þegar í byrjun áhuga á örnefnum, eink-
um með tilliti til fornsagnanna. Það er þó, að því er séð verður, fyrst
á aðalfundi 1917 að ,,til tals kom að félagið gengist fyrir skrásetn-
ingu örnefna með skýringum út um sveitir og sendar yrðu áskoranir
í því skyni til almennings.“ Aftur kom þetta mál upp á aðalfundi
1918 og þá kosin þriggja manna nefnd í málið. Á næstu árum var
svo hvað eftir annað beðið um fjárveitingu Alþingis í þessu skyni en
alltaf neitað. Varð því ekkert úr framkvæmdum.
Svo gerðist það 1933 að félagið fær frá Sáttmálaisjóði kr. 2908,89
til örnefnasöfnunar og síðan árið eftir kr. 1000,00 til viðbótar. Með
tilstyrk þessa sjóðs var síðan farið af stað með nokkuð víðtæka ör-
nefnasöfnun árið 1933 og því haldið áfram eftir því sem efni
leyfðu á næstu árum eða allt þangað til nokkur ríkisstyrkur fékkst
til þessarar starfsemi árið 1952. Var örnefnasöfnunin síðan á
vegum Þjóðminjasafnsins og loks ömefnastofnunar þess eftir að
hún var sett á stofn 1969. örnefnalýsingar þær sem félagið dró sam-
an hafa gengið til örnefnastofnunar, eins og sjálfsagt er.
Ekki verður sagt að félagið hafi unnið skörulega að þessu mál-
efni, en þó má virða, að það varð fyrst til að þoka því af stað. Einnig
hljóp það undir bagga með Margeiri Jónssyni með því að kaupa tvö
fyrstu heftin af riti hans Torskilin bæjanöfn á Norðurlandi og lét
þau fylgja Árbók til félagsmanna og gaf síðan út tvö seinni heftin,
eins og Margeir segir frá í eftirmála síðasta heftis.
Þorrablót.
Fullvíst má telja að Fornleifafélagið hafi orðið fyrst til að efna
til þorrablóta í Reykjavík. Var fyrsta blótið haldið þegar hinn 21.
janúar 1880 og vakti mikla athygli. Eitthvert framhald varð á blót-
unum á næstu árum, en lengi hefur það ekki verið. Heimildir eru
stopular og ekki er blótanna getið í fundargerðabók, hvernig sem á
því stendur. — Um þorrablótin hefur Árni Björnsson skrifað ræki-
lega í Minjar og menntir, Reykjavík 1976.